4.2.2013 | 11:21
Purusteik
Sumir vilja segja pörusteik, best er þó að halda sig við flæskesteg. Verður nefnd Purusteik hér eftir hjá undirrituðum.
Ég man ekki til þess að ég hafi fengið mikið af þessu í gamla daga, Ef að minnið svíkur mig ekki þá held ég að ég hafi ekki smakkað þetta fyrr en ég fór til Danmerkur um árið. Það þarf þó ekki að vera að það sé rétt hjá mér og býst ég við leiðréttingu frá móðir minni ef minnið hefur svikið mig.
Allavega þá vorum við með Purusteik í gær ásamt eplapæinu sem ég minntist í síðasta bloggi.
http://gunnarbjarnason.blog.is/blog/gunnarbjarnason/entry/1280922/
Það er ekkert öðruvísi með Purusteik heldur en aðrar steikur að það er engin ein aðferð við að elda hana. Aðalatriðið er að fá stökka puru. Og vissulega rétt eldað kjöt.
Ég keypti svínabóg í bónus í gær 2,2 kíló sem dugði heldur betur fyrir okkur á heimilinu. Þegar heim var komið skar ég með dúkahníf rákir í puruna alveg niður í kjöt.
Ofninn var forhitaður í 180°C. á meðan sauð ég í hraðsuðukatli um 1,5 líter af vatni, hellti því svo í eldfast mót, bætti við tveimur tengingum af svínakrafti. Svínabógurinn var svo settur með puruna niður. Þannig var þetta eldað í um 20 mín útur.
Ég tók steikina út og setti á grind, undir grindina setti ég ofnskúffu og hellti vökvanum úr eldfasta mótinu í ofnskúffuna. Ég bætti við um líter af vatni í skúffuna og setti negulnagla, kanil, Smá appelsínubörk, salt og pipar. Þetta var síðar notað sem soð í sósuna.
Nú er komið að aðaltrikkinu við purusteik. En það er að setja mikið af salti á puruna og nudda saltinu vel í sárið og á puruna sjálfa. við þetta bætti ég pipar. Negulnöglum var svo komið fyrir hér og þar ofaní sárinu og appelsínubörk sáldrað yfir.
Inní ofninn fór þetta aftur og var haft í ofninum þar til kjarhitinn var um 68°C. það tók um 1 klst og 40 mín. Þegar tíminn var liðinn þá fannst mér puran ekki nógu stökk. ég tók steikin út. hækkaði ofninn í 230 °C. ÞEgar hann var búinn að ná réttum hita fór steikin aftur inn í svolitla stund. passa samt að brenna ekki puruna.
í meðlæti var ég með sætar kartöflur sem ég skar í tenginga, setti á ofnskúffu. Hellti smá olíu yfir, saltaði og pipraði og hrærði öllu vel saman.
Þetta var sett neðst í ofninn í um 30-40 mín og hrært annars lagið svo þetta myndi ekki brenna.
í sósuna notaði ég um 150 gr af sveppum sem ég skar í sneiðar. Þeir voru steiktir vel í potti, bætt við um 1/2 líter af vatni, bætti við vökvanum af því sem kom úr ofnskúffunni, bætti við svínakrafti. Þetta var þykkt með Maizena(nennti ekki að gera smjörbollu). Bætt við um 100 Ml af rjóma, sultu og smakkað til með salt og pipar.
Salatið var í einfaldari kantinum. Íslenskt kóngasalat.
Njótið vel.
3.2.2013 | 21:17
Eplapæ.
Eins og ég hef sagt áður þá er hún Helena mín yfirmaður bökunardeildar. Þar, sem og á öðrum sviðum, stendur hún sig eins og hetja.
Í eftirrétt í kvöld snaraði hún fram þessu dýrindis(og bráðholla ) Eplapæi.
Innihald.
4 rauð eða græn epli.
Kanilsykur.
40-50 gr uðusúkkulaði.
120 gr smjör.
120 gr hveiti.
120 gr sykur.
60 haframjöl.
Eplin eru skorin í skífur og raðað í form. Kanilsykrinum er stráð yfir. Súkkulaðið er brytjað frekar smátt niður og stráð yfir epli með kanilsykrinum. Smjörinu, sykrinum, hveitinu og haframjölinu er hnoðað saman í hrærivél. Þeirri blöndu er svo raðað yfir eplin, kanilsykurinn og súkkulaðið. Þetta er bakað við 160-180°C án blásturs i 40-45 mínútur. Byrjað er á að hafa þetta í 160 i ca. 30 mín og svo hækkað í 180°C síðastu 15 mín.
Þetta er svo borið fram volgt með þeyttum rjóma eða ís.
Verði ykkur að góðu.
29.1.2013 | 18:05
Nautalund með Bernaise, sveppum og bakaðri Kartöflu.
Nautalund með bernaise er það besta sem nokkur maður getur ofaní sig látið. Á því leikur ekki nokkur vafi.
Um áramótin ákváðum við að hafa nautalund, bernaise, sveppi og bakaða kartöflu.
Nautalundin um 500 gr var keypt hjá kjöthöllinni. Þar hef ég oftast keypt kjöt og leiðist það ekki enda þjónustan og gæðin til fyrirmyndar.
Nautalundin var tekin úr kæli um hádegi á gamlársdag til að hún næði nú örugglega stofuhita fyrir eldun um kvöldið.
Það sem þarf í þessa máltíð.
500 gr nautalund.
3-4 bakaðar kartöflur.
Sýrður rjómi. Við svindluðum aðeins núna og notuðum tilbúinn sýrðan með graslauk.
250 gr flúðasveppir.
5 eggjarauður
300 gr smjör.
1/2-1 tsk dijon sinnep. Annars eftir smekk
Estragon. ég notaði þurrkað núna en vissulega má líka vera með ferskt, magn eftir smekk.
Þurrkuð steinselja
1/2-1 nautakraftur sumir nota fljótandi.
Bernaise essence.
Salt og pipar.
jafnvel örlítill sítrónusafi.
Byrjum á steikinni:
Steikið á grillpönnu, má nota venjulega pönnu, við mjög háan hita á öllum hliðum. snúið til að fá fallegri grillrendur. Þegar búið er að loka steikinni setjið í ofn. Það eru til svo ofsalega margar útfærslur á því hvernig eigi að steikja nautalund í ofni að það er best að finna það hjá sjálfum sér hvernig viðkomandi vill útfæra sína aðferð. Ég er með hana í svona 6-8 mín við 180°C. eða þar til kjarnhitinn er ca. 55°C þá er hún rear/ medium rear. En fyrir mér má alls ekki steikja þetta of mikið.
steikin er svo látin hvíla í ca. 10 mínútur. Það er mjög mikilvægt.
Kartöflurnar þurfa að vera í ofni í ca. 60 mín við 180°C.
Sveppirnir eru smjörsteiktir á pönnu, saltaðir, pipraðir og ég set yfirleitt smá cayenne pipar og paprikukrydd.
Þá er komið að sósunni góðu.
ég fann uppsrkift á netinu. Ég finn því miður ekki hlekkinn. þannig að þið verðið að láta ykkur þetta duga.
Smjörið er látið bráðna í potti, ekki sjóða heldur einungis bráðna. Kjötkrafturinn er bræddur með og svo er dassi af þurrkaðri steinselju bætt útí.
Skiljið 5 eggjarauður frá hvítunum. Þeytið eggjarauðurnar mjög vel þar til blandan er orðin ljós og loftkennd. Mig minnir að það taki um 5-7 mínútúr í okkar hrærivél.
Hellið bráðnu smjörinu varlega útí skálina og hrærið stanslaust á meðan. Þegar nánast öll blandan er kominn úr pottinum situr hvítt mjólkurefni eftir, ég hef skilið það eftir í pottinum. Það er hér sem "hætta" er á að menn klúðri hreinlega sósunni. Munið það að smjörið má alls ekki vera of heitt, þá er hætta á því að þegar smjörinu er hellt útí eggjarauðurnar að þær byrji að bakast og úr verði ógirnileg eggja/smjörhræra. Einhvers staðar las ég að smjörið megi ekki vera heitara en það að hægt sé að stinga puttanum í það.
Dijon sinnepinu er bætt útí ásamt estragoninu og smakkað til með essence-inum. Svo er að bæta við smá sítrónusafa ef það vantar meiri sýru, meiri essence ef það vantar meira bernaise bragð. Saltað og piprað og sósan er tilbúin.
Öllu er svo raðað fallega á disk.
20.1.2013 | 12:47
Muffins.
Hún Helena mín sér yfirleitt um baksturinn á þessu heimili og stendur sig eins og hetja þegar kemur að þeim efnum.
Um daginn átti Alexandra yngri stelpan okkar afmæli og bauð stelpunum á deildinni sinn í afmæli, 18 stykki takk fyrir. Alexandra vildi hafa prinsessuþema, muffins og pizzu, það var ekki svo slæmt. Helena sá um muffins kökurnar og ég um pizzurnar.
Helena prófaði að minnka sykurmagnið um tæp 40% og þær urðu ekki verri fyrir vikið.
Svona er uppsrkiftin af þeim.
300 gr hveiti
200 gr sykur
4 msk kakó
130 gr lint smjör
1 tsk lyfitduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 desilítri mjólk(við stofuhita)
2 stór egg.
Öllu hráefninu er blandað samn í hrærivél þangað til að deigið verður ljósbrúnt og kekkjalaust.
skipt í form, fyllt að ca 1/3. Bakað við yfir og undirhita, ekki með blæstri við 180°C í 15-17 mín
Kremið.
500 gr lint smjör
400 gr flórsykur
2-3 msk sýróp
matarlitur. Bleikur í þessu tilfelli.
Þegar muffins kökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað yfir. Núna notaði hún rósastút þannig að útkoman varð svona líka falleg. Í lokin er örlitlum lituðum sykri stráð yfir til skrauts.
19.1.2013 | 20:54
Eggja og skinkusalat
Eggjasalat hefur lengi verið í uppáhaldi hjá undirrituðum í langan tíma.
Ég hef tekið allskonar "snúning" í gegnum tíðina en í þetta skiptið gerði ég eggja og skinkusalat með agúrku.
Innihald
2 soðin egg(vil nota 3 en átti ekki fleiri)
6 skinkusneiðar 1/5 úr agúrku.
250 ml létt Majónes 180 gr 10% sýrður rjómi.
Aðferð. Eggin skorin þvers og kurs. Skinkan skorin í litla ferninga. Agúrkan kjarnhreinsuð og skorin í tenginga. Öllu blandað vel saman í góðri skál og kryddað til með Aromat kryddi og smá papriku kryddi. Þessu er leyft að brjóta sig í kæli í allavega klukkustund. Borðað með Tuc kexi eða snittubrauði.
Njótið vel.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 20:21
Lasagne
Þegar ég geri lasagne er það nánst aldrei eins. Í "gamla" daga þá fannst mér, og finnst reyndar enn, lasagnað frá Knorr alveg ágætt. Ég hef ekki haft það í nokkur ár þar sem ég tel mig vera kominn "örlítið" framúr þessari svokallaðri pakkamatargerð, en nota þó verksmiðjuframleidd lasagne blöð.
En að aðalefninu, lasagne kvöldsins. í þetta sinn var ég með eftirfarandi hráefni.
500 gr nautahakk
Fennel, um fimmtung af hausnum.
Paprika
Hvitlaukur
Laukur
Steinselja
Sveppir
Tómatur
Tómatpuré.
Grænmetið er skorið niður og hvert sett í sína skálina, ég geri það yfirleitt þar sem mér finnst það einfaldlega betra.
Ég byrjaði á því að brúna nautahakkið vel. Krydda með Salti, pipar, paprikukryddi og örlitlum Cayenne, hann rífur upp bragðið, ALLS ekki nota of mikið :-). bæti lauknum, hvítlauknum og fennelnum útí. Leyfi því að stekjast í smástund og bæti svo Gulrótinni, Paprikunni, Steinseljunni og sveppunum útí. Þegar þetta er búið að malla í smá stund og grænmetið er orðið vel mjúkt þá set ég um 200 ml af vatni útí ásamt nautakrafti og tómatpuré útí. Þetta er látið malla í 10-15 mín og kryddað til með salti og pipar, papriku eða cayenne eða jafnvel nautakrafti. ég bætti reyndar smá mjólk útí til að fá mildari lit á kjötsósuna. Svo er kjötsósunni og lasagneplötunum(lasagne all'Uovo Bolgnesi) í þessu tilfelli, raðað í eldfast mót. Byrjað á kjötblöndu og endað á kjötblöndu. Oft set ég osta, rjóma blöndu á milli en það var ekki raunin í þetta sinn. Osti stráð yfir en þar sem ég átti bara 26% gouda, þá var hann skorinn í sneiðar og settur yfir, í lokin er settur niðurskorinn hálfur tómatur yfir allt saman og sett í 180°C í svona 25-30 mín eða þar til osturinn er orðinn djúsí :-).
8.1.2013 | 21:31
Humarsúpa
Meðan ég bíð eftir nýju heimasíðunni minni, kokkur án sæða. www.kokkuransaeda.com. Ok ég viðurkenni að ég er ekki viss um að það verði nafnið á heimasíðunni en ég gæti allavega staðið undir þessu nafni. Allavega þá set ég eitthvað inn hér á meðan. :)
Þar sem þetta er fyrsta matarbloggið mitt þá bið ég fólk um að sýna vægð í gagnrýni. En vissulega þá tek ég öllum þeim sem rýna til gagns opnum örmum.
En Humarsúpa er eitt það besta sem ég fæ og sú sem ég gerði á gamlársdag var algjört æði. Sú besta sem ég hef smakkað, þótt að sú sem ég smakkaði á fiskmarkaðnum í Ágúst sl komst helvíti nálægt þessari.
Humarsúpan "mín" er eins og svo oft áður samsull úr öðrum uppskriftum. Í þetta skipti keypti ég súpuhumar úr bónus sem er meira en nógu góður í svona súpu, tala nú ekki um þegar heimilisfólkið er það eina sem er í mat. Það var reyndar fljótt að breytast því mamma og karlinn mættu í mat á Nýársdag og svo bættust meira að segja Hjalti og Stína líka í hópinn. þau eru svo dugleg að hrósa mér að ég fer stundum hjá mér, þótt ég voni að þau séu nú að hrósa mér fyrir eldamennskuna :-).
En að súpunni sjálfri.
Hráefni í þessa súpu var:
500 gr súpuhumar.
3 skallotlaukar
1 hvítlaukur(hin gerðin)
1/2 rauðlaukur
4 sveppir
3-4 steinseljustönglar
3 gulrætur
1/2 sítrona
2 sellerístönglar
1 paprika.
Tómatpuré
Salt, Pipar
Fiskikraftur, grænmetiskraftur.
Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu
Það er byrjað á því að taka humarinn úr skelinni og skola hann vel. Skelin er svo sett á ofnplötu og sett í ofn í ca. 15-20 mín. við 180°C ,Þá leggur yndislegan ilm yfir alla íbúðina, sumir krydda hana með paprikukryddi, og ég mun prófa það næst. Á meðan skelin er að bakast þá er allt grænmetið skorið gróflega.
Allir laukarnir eru léttsteiktir í stórum potti. Restinni af hráefninu(að humrinun sjálfum undanskildum) er svo bætt við og haldið áfram að steikja. Þegar skelin er tilbúin þá er henni bætt útí. Ég krydda með salt og pipar, paprikukryddi og smá cayenne pipar, það má ekki ofnota hann þar sem hann er mjög sterkur. Þetta er steikt í nokkrar mínútur. Um 1,5 ltr af vatni er bætt útí ásamt hálfu sítrónunni, tómatpuré, fiskikrafti og grænmetiskrafti. Í þetta sinn þá sauð ég soðið í um 3 tíma kvöldið fyrir gamlárs, slökkti svo undir og lét pottinn standa á eldavélinni yfir nóttina. Kveikti svo aftur undir um morguninn og lét sjóða í um 3-4 tíma í viðbót. Því lengur sem maður sýður þá fær maður kraftmeira soð, segir mér fróðara fólk.
Þegar þessu er lokið þá sía ég soðið fyrst í gegnum gróft sigti, svo aftur í gegnum fínna sigti, þá fær maður alveg hreint og fínt soð. Mér finnst betra að taka þetta í þessum tveimur skrefum en vitanlega er það val hvers og eins. Úr þessu fékk ég um 1,2 lítra af soði.
Ef maður er mjög tímanlega þá er soðið sett í kæli þar til það á að nota það(eins og gefur að skilja ).
Næst er að gera súpuna sjálfa.
Soðið er sett í pott og hitað, þegar það fer að sjóða er það þykkt með smjörbollu. Ég notaði um 40 gr af smjöri og 40 gr af hveiti pískað saman. Smjörbolluni er pískað hressilega útí soðið þar til súpan hefur náð kjörþykkt(ef það orð er til). Ég bætti við um 350 ml af matreiðslurjóma, það dugði til að fá gott bragð og fallegan lit á súpuna.
Svo er smakkað til með salti, pipar, fiski og nautakrafti. Engar sérstakar reglur hér á ferð, allavega ekki í minni súpugerð. Eina reglan er hjá mér er að ég nota hvítan pipar.
Súpan sett í skál, 3-4 humarhalar settir úti, þeir soðna og verða elegant í heitri súpunni, rjómatoppur í mðjuna og skreytt með steinselju.
Verði ykkur að góðu
15.4.2010 | 10:35
Flughelgi í Bretlandi
Er sú flughelgi núna um helgina?
þá spyr maður hver er munurinn á flughelgi og lofthelgi?
Flugumferð bönnuð um Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 20:46
Einkavinavæðing kapitalismans að koma harkalega í bakið á okkur.
Já það kom að því sem vinstri gænir töluðu um fyrir kosningar. Skattahækanir, Þetta átti nú ekki að koma neinum á óvart, Ekki er fólk búið að gleyma því sem gerðist hérna í október sl? Ennþá vilja hörðustu hægrimenn meina að það sé endalaust góðæri framundan. En það er ekki rétt. Núna er verið að taka til eftir veislu síðustu 18 ára. Ég þekki það sjálfur að taka til heima hjá mér eftir góða veislu. Mér finnst það frekar leiðinlegt, Þið getið ímyndað ykkur að Steingrímur og Jóhanna séu að koma heim til ykkar á sunnudagsmorgni. Þau eru að rífa ykkur upp á rassagatinu þegar þið eruð skítþunn og þið hafið ekkert val, Þurfið að mæta með þeim fram í eldhús og TAKA TIL..........
lifið heil, edrú, reyklaus og Bensínlaus.
Bensínlítrinn í 181 krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 22:28
Kapitalismi!!!
Þar sem ég er nýbúinn að læra hvað það þýðir, þá langar mig að spyrja þá sem eru mér fróðari.
Er kapitalismi ekki að virka í svona ástandi?
Eru þeir sem eru lengra til vinstri djarfari við að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir til að reyna að ná tökum á erfiðu ástandi?
Mig vantar svör frá mér fróðara fólki, sér í ljósi þar sem áhugi minn á pólitík jókst til muna í þessum kosningum, kannski var það ástandið, ég veit ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar