Kjúklingur í kókosmjólk og ananas safa.

Hérna í Istanbúl er ekkert ofgnótt af svínakjöti, lambakjötið er ekki gott þannig að megnið af færslum, reyni að vera duglegur, verður eitthvað um kjúkling og nautakjöt.

Við notuðum, að mig minnir, ananas í pottrétt um daginn í fyrsta skipti og bragðaðist hann svona líka vel.

Innihald.

2 kjúkingabringur, skornar í litla bita.

1 paprika, skorin í strimla.

½ laukur skorin niður.

Ca 5 niðurskornir sveppir.

1 Gulrót niðurskorin.

1 dós kókosmjólk

½ dós ananas niðurskorin.

Safinn úr anansdósinni.

1-2 tengingar Kjúklingakraftur

Byrjað er á að skera allt hráefnið niður, segir sig kannski sjálft en einhvern veginn þarf að byrja leiðbeiningarnar J  Kjúklingurinn er steiktur þar til hann er næstum tilbúin(hann er svo kláraður í potti með sósunni), saltaður og pipraður eftir smekk. Svo má bæta við chilli ef fólk vill hafa þetta betur kryddað, ég ákvað ekki að gera það að þessu sinni.

Grænmetið er steikt í potti þar til það er orðið mjúkt, saltað, piprað eftir smekk.

Kókosmjólkinni og ananassafanum er bætt útíþ þetta er látið sjóða upp, ég er ekki feiminn við að nota kjötkraft  en vona að ég vaxi nú uppúr því einhver tímann. Kjúklingakraftinum er semsagt bætt útí pottinn og kjúklingurinn settur útí. Þessu er leyft að sjóða saman þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Ef þarf þá er þetta saltað og piprað eftir smekk, jafnvel bætt við kjúklingakrafti ef þörf er talin á.

Rétt áður en rétturinn er borinn fram þá er ananasbitunum bætt útí.

Þetta borðuðum við, eins og svo oft áður með hrísgrjónum.

Einfalt og alveg þrælgott.

2014-09-16 14.49.22 


Kjúklingaréttur

Eftir langt og strangt blogg"bann" þá er mig farið að langa til að blogga aftur. Er búinn að lofa sjálfum mér að vera duglegum og ætla að reyna að standa við það. Fólk má samt ekki halda að við höfum ekkert borðað í hálft annað ár. því fer fjarri. Smile Allavega þá vorum við með þennan dýrindis kjúklingarétt í gær.

Innihald.

3 kjúklingabringur. skornar í litla bita.

1 meðastór paprika. skorin í strimla.

1 Kúrbítur skorinn í strimla.

1 Brokkolí haus. Brokkolíið skorið í þægilega stærð.

1/2 laukur skorin niður.

1 hvítlauksrif skorið smátt.

ca 10 meðalstórir sveppir.

1 gulrót skorin í strimla.

Teriyaki sósa

salt, pipar og Chilliduft(átti ekki ferskt chilli) 

Ég byrjaði á því að sjóða brokkolíið í ca 3 mín og lét það standa í smá stund í pottinum eftir að slökkt var undir.

Fyrst er kjúklingurinn steiktur á pönnu þar til hann er næstum tilbúin, saltaður, pipraður og örlítið að chilli dreift yfir, magn fer eftir smekk á styrkleika. Í lokin er svo ca. 1-2 matkeiðum af teriyaki sósu hellt yfir og leyft að sjóða örlítið niður. Kjuklinigurinn er settur til hliðar og grænmetið steikt í framhaldi á sömu pönnu. Í þetta skiptið vildi ég ekki steikja það of mikið þar sem ég vilda hafa það líka smá stökkt. þetta er allt saltað, piprað, "chilliað" og svo helli ég smá Teriyaki, eða jafnvel soya yfir. svo í lokin set ég brokkolíið og kjuklinginn útí og leyfi kjúklingnum að klárast, núna setii ég örlitla rönd af sweet chilli sacue yfir, en það er frjálst val eins og allt annað, ásamt þessu þá set ég fet ost yfir og þegar hann er að mestu bráðin þá er hægt að bera þetta fram. Þar sem elsta dóttirin var svo svöng þá fékk hún að borða meðlætið sem ég hafði hugsað með þannig að þetta var borið fram með hrísgrjónum., sem er alls ekki slæmt.  

 

2014-09-13 19.19.21

 


Heitur réttur

Hver kannast ekki við það þegar það er ekkert til í ísskápnum. 

Það kom svoleiðis dagur um daginn.

þá fer maður í TTK fílinginn. Tekið til í kælinum nánar tiltekið.

Ég átti hrísgrjón frá því deginum áður.

Smá skinka var til

Örfáir sveppir

Laukur

rjómaost á ég yfirleitt í ísskápnum

svo átti ég líka rjómaslettu sem var ekki útrunninn. Þökk senýju umbúðunum.

 Með þetta hráefni var um að gera að búa til heitan rétt. Sem er einmitt svo vinsæll um þessar mundir í fermingarveislunum.

 ég skar niður allt hráefnið og steikti það á pönnu, kryddaði vel með salt og pipar ásamt örlitlu af cayenne pipar, eða hverju því kryddi sem fólki dettur í hug,  Brauð reif ég niður og setti í botninn á eldföstu móti.  

Hrísgrjónin setti ég svo í pott ásamt rjóma og  rjómosti. Leyfði hitanum að koma vel upp, hrærði vel í til að dreifa köldum hrígrjónunum, setti einn grænmetiskraft ásamt mildu Karrí. Blöndunni bætti ég svo útá pönnuna með restinni af hráefninu, hrærði vel saman og passaði að sósan væri mjög þunn. Það er gert til þess að hún væti vel uppí brauðinu. Sumir nota Aspassafa til að væta í brauðinu en það var ekkert slíkt til að þessu sinni á heimilinu.

Ég setti svo ost yfir allt saman og setti inní ofn í ca 25-30 mín við 180°eða þar til osturinn var gullinbrúnn og fallegur.

 Þetta klikkar ekki og mér finnst þetta alltaf jafngott. 

Heitur réttur

 


Partíbollur

Einhvern tímann heyrði ég að þetta hefði verið kallað "partíbollur". ég hef haldið mið við það nafn síðan og mun gera það í framtíðinni. 

En að eldamennskunni sjálfri.

Þetta er í sjálfum sér ekki ýkja flókin matargerð, en vissulega er það þannig að ef maður kann ekki eitthvað getur það virst flókið í fyrstu.

Í þetta notaði ég:

einn pakki Nautahakk, um 500 gr.

1/2 Rauðlaukur.

1 Egg

2 Msk Haframjöl

ca. 1/4 pakki ritzkex.

Taco mix krydd frá Santa Maria.

um 1/2 Msk hveiti.  

Innihaldið má í sjálfum sér vera hvað sem er, sama gildir um kryddið, bara það sem hentar hverju sinni.

Þessu var öllu blandað vel saman í skál, passa að kexið myljist vel niður.  Svo bjó ég til nettar kúlur úr þessu öllu saman. smá hveiti notað til að búa til kúlurnar. 

Kúlurnar voru svo steiktar vel á pönnu á öllum hliðum(ef það eru hliðar á kúlum) :-). svo er þetta sett í eldfast mót og látið klárast í ofni við um 180° í ca 10 mín.

Meðlætið var einfalt. Hrisgrjón. Ég sýð hrísgrjón þannig að ég nota 1:2 aðferðina. Í þessu tilfelli notaði ég einn bolla hrísgrjón og tvo bolla vatn. Þegar suðan er kominn upp, þá er slökkt undir viðkomandi hellu og grjónin klárast þar á. líka má taka grjónin af hitanum í smá stund og setja þau aftur á helluna(með slökkt vitanlega).  

ég gerði tilraun með sósu sem ég var ekki ánægður með þannig að ég læt það eiga sig að etja hann hér inn. Hefðbundin "chilli" sósa hentar vel með þessu.

 

Njótið! 

 

Kjötbollur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjötbollur1

 


Kjúklingabringur með spínati, fetaosti og sætum kartöflum

Við feðgarnir vorum einir heima um daginn og það vantaði einhvern góðan og einfaldan rétt á þriðjudagskvöldi. Því var tilvalið að skella upp einum traustum kjúklingarétti. Alli vinnufélagi minn sagði mér frá þessum rétti fyrir einhverjum 2 árum síðan og hef ég haft hann nokkrum sinnum síðan. Einfaldur en þrælgóður og ekki má gleyma hollustunni.

 Innihald.

3 Kjúklingabringur

1 box af spínati frá lambhaga.

1 sæt kartafla

1/2 krukka Feta ostur

c.a helmingur af olíu úr einni fetaostkrukku.

 

Spínatinu er dreift í eldfast mót. Sætar katöflur eru skornar í teninga og settar yfir spínatið. Fetostinum er dreift þar ofaná og einnig olían.

Þetta er sett inní 180° ofn í svona 20 mín á blæstri. Á meðan eru kjúklingabringunum lokað vel á pönnu, kryddaðar með salti og pipar. Þegar 20 mín eru liðnar eru kjúklingabringurnar settar í eldfasta mótið og eldaðar með í ca. 10 mín. eða þar til kjúklingarbingurnar eru tilbúnar.

 

Verði ykkur að góðu.  

Kjúklingaréttur

 


Lax, sætar kartöflur, spínat og kúrbítur.

það er ekki orðið frásögurfærandi þegar það er slegið upp veislu hér í laufenginu en það var gert á mánudaginn og í þetta sinn fór í undir yfirborð hinna íslensku laxveiðiáa og náði í hráefni þaðan. 

Jú Lax var það heillin sem fékk þann heiður að vera eldaður hér í laufenginu. Reyndar til að segja sannleikann þá voru þetta laxabtar keyptir í bónus en voru kannski ekkert síðri fyrir vikið. Ég smakkaði lax í fyrsta skipti á food and fun þegar við fórum á grillmarkaðinn. 

Hráefni

Laxabitar með roði.

Engifer u.þ.b 1 Cm

Chilli u.þ.b. 1/4 fræhreinsaður.

Sítrónusafi úr hálfri sítrónu

sítrónubörkur af hálfri sítrónu. 

Ein sæt kartafla

Einn poki af spínati

Einn kúrbítur. 

og c.a 5 msk af sojasósu.

Engierferið og sítrónubörkurinn eru rifinn með rifjárni og sett í skál. Chilli er skorið smátt og bætt útí skálina. sítrónusafinn og sojasósunni skellt útí og þessu blandað vel saman. 

Ég setti laxabitana á ofnskúffu og setti marenerinunga yfir. Passaði mig þó að hafa ekki of mikið, eins og ég sagði áður þá var að smakka lax í annað skiptið og elda hann í fyrsta skiptið. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu mikið af mareneringu ég þyrfti og ákvað að hafa minn heldur en meira.  

Laxinn var svo steiktur uppúr smá olíu, saltaður og pipraður.  Hann fékk svo að vera á pönnuni í ca. 3 mín með roðhliðina niður. Svo færði ég hann yfir á ofnskúffu og kláraði í ofni í ca 7-8 mín við 180°C á blæstri. Það reyndist svo vera fín eldun á laxinum, allavega eldasðit hann ekki of mikið. 

Sætu kartöflurnar skar ég í teninga. Setti Spínatið í eldfast mót og kartöflurnar þar yfir. Ólífuolíu var dreift yfir ásamt salti og pipar. Þetta var eldað í ca. 25 mín við 180°C með blæstri.

Eitt besta meðlæti sem ég fæ er steiktur kúrbítur. Hann er skorinn í sneiðar, steiktur í olíu og saltaður og pipraður. Hreinn unaður að borða.

Þessu öllu var svo raðað "fagmannlega" uppá disk og allir nutu til hins ýtrasta, undirritaður var þá ekki yfir sig hrifinn og þarf meiri reynslu í laxinum. :-)

Lax sætar kartöflur

 

 

 


Kjúklingasalat

Um daginn gerði ég kjúklingasalat. Í gær gerði ég líka kjúklingasalat. Þau voru svo ólík að ebony and ivory gætu verið einneggja tvíburar við hlið þessa tveggja salata. 

Allavega þá var þetta kjúklingasalat með eftir farandi hráefnum.

Einn poki spínat.

Heill Kjúklingur.

Feta ostur, magn eftir smekk.

Hálft bréf beikon.

3 Brauðsneiðar.

 Aðferð.

Kjúklingurinn var eldaður í ofni í um klukkutíma við 180°C með blæstri og ég kryddaði hann með Season kryddi.  Beikonið var skorið í bita, steikt á pönnu þar til stökkt og svo lét ég fituna leka af í sigti. Brauðsneiðarnar voru ristaðar í ofni, ég pressaði hvítaluk og dreifði jafnt yfir ásamt smá ólífuolíu og salti. Þegar brauðið var hæfilega ristað skar ég það í teninga. 

Þegar kjúklingurinn var tilbúinn tók ég skinnið af honum og reif hann niður og setti útí spínatið. Beikonið og brauðteningarnir fóru þar á eftir í skálina, svo endaði ég á því að setja fetaostinn og slatta af olíunni með. Sumir vilja mikið af fetaosti og aðrir lítið. Hver og einn verður að finna það magn sem hentar honum/henni.  

Gjöriði svo vel og njótið. Þetta er virkilega góður hollur og léttur kvöldmatur :-)

kjúklingasalat 1

 

 


Blaut frönsk súkkulaðikaka.

Ef maður hugsar um eitthvað franskt og blautt þá er bara eitt sem kemur uppí hugann, súkkulaðikaka. Þessi sem hér um ræðir er guðdómleg. Það er bara þannig.

Þessa hefur konan eldað nokkrum sinnum, þegar ég kom að henni þá voru um 15 mínútur eftir af eldunartímanum og ég þurfti að sjá um rest, það tókst svona líka svakalega vel og útkoman var eins og áður sagði, guðdómleg.

Kakan.

300 gr suðusúkkulaði

200 gr smjör

4 egg

2 dl flórsykur

1 1/2 dl hveiti

1/2 tsk lyftiduft

örlítið af salti.

 

Aðferð.

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita.  Þeytið saman egg og flórsykur þar til blandan verður ljós og létt, hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og þar næst þurrefnunum. Við bökum í sílicon formi. Bakið í 30 mín við 180°C við yfir og undirhita án blásturs. Leyfið svo að kólna aðeins og setjið svo á disk.

Kremið

200 gr suðusúkkulaði

70 gr smjör

2 msk sýróp 

Bræðið saman við lágan hita, hellið yfir kökuna og dreifið jafnt og fallega. Þegar kremið hefur kólnað er flórsykri stráð yfir í gegnum sigti, gott er að slá létt á hliðarnar á sigtinu meðan á dreifingunni stendur. Eins og áður sagði þá er þetta guðdómlegt. :-)

Súkkulaðikaka

 


Pizza

Pizza er það besta sem nokkur maður getur látið inn fyrir sínar varir. Kannski svolítið sterkt tekið til orða en mér finnst pizza góð og einnig gaman að búa hana til. Við ákvaðum að brjóta aldagamla hefð og höfðum pizzu á fimmtudaginn sl. í stað föstudags þar sem við vorum í afmæli hjá Þóru frænku systir pabba heitins. 

Mér finnst að það eigi að vera ríkisregla í siðmenntuðum samfélögum að skylda allt pizzugerðarfólk að hafa extra sterkt pepperóní frá Kjarnafæði á sínum pizzum :).

Ég set pizzurnar á grindur sem við keyptum í IKEA um árið og erum mjög ánægð með. Einnig viljum við hafa pizzurnar okkar þunnbotna.

Botninn 2x12" botnar.  

300 gr hveiti.

2 tsk lyftiduft.

2 msk olía

salt og sykur.

170 ml volgt vatn.

Þurefnunum er blandað vel saman í skál. Gerið holu í miðjuna, bætið olíunni og vatninu út í skálina. Blandið saman í hrærivél i svona 4-5 mín eða þar til öllu hefur verið blandað vel saman og orðið vel hnoðað deig.

Sósan.

2 tómatar.

2 hvítlauksrif

1/2 rauðlaukur

1/2-1 dós tómatpuré

1-2 grænmetisteningar.

Pizzakrydd 

ca. 1/2 líter vatn 

salt, pipar og sykur.  

 

Saxið laukinn og hvítlaukinn frekar fínt. Skerið tómatana einnig frekar fínt niður. Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu. Bætið tómötunum útá og steikið í smástund. Saltið og piprið. Bætið vatninu, tómatpuré og grænmetiskraftinum við(1 tening til að byrja með). Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann til að leyfa þessu rétt að malla. Kryddið með pizzakryddinu og bætið svo sykri við eftir því sem ykkur þurfa þykir. Þegar sósan er tilbúin þá leyfi ég henni að kólna, set hana svo í handhægt ílát og mauka hana svo með töfrasprota. Betri pizzasósu er vart hægt að fá. :-)

Fyrir krakkana geri ég yfirleitt eina pizzu, eingöngu með sósu og osti en bæti áleggi á fyrir okkur fullorðna fólkið. Vissulega eru til svo margar útgáfur af pizzu og ákvað ég að prófa nýtt fyrir mig, konan var ekki ýkja hrifin og skipt ég því pizzunni í tvennt  

Áleggið.

Fyrir konuna.

Skinka

sveppir

laukur

Ananas.

Fyrir mig.

Peppróní(extra sterkt frá Kjarnafæði)

Chilli pipar

Banani

Ananas.

Aðferð.

Fletjið botninn út þannig að hann passi á grindina. Setjið sósuna á botninn og dreifið eftir kúnstarinnar reglum, setjið rifinn ost á botninn. Setjið því næst Pepperóní, chilli piparinn og banana á pizzuna ásamt smá ananas. Dreifð örlitlum meiri osti yfir. 

Bakið í forhituðum ofni við ca 200° í ca 10 mín eða þar til pizzan lítur út fyrir að vera tilbúin.

Þetta fannst mér vera frábær blanda af kryddbragði frá pepperóníinu, væmnu sykurbragði frá bönununum og sterku bragði frá chilli og ég mæli hiklaust með þessari blöndu á pizzu! 

Verði ykkur að góðu.

pizza

 

 

 


Kjúklingasalat

Ég sagði við mína heittelskuðu að í kvöld skyldi hún fá eitt svakalegasta "afgangasalat" í kvöldmatinn. Ég veit nú ekki hvort það var raunin en allavega þá vorum við með kjúkling í gær, það var smá afgangur og tilvalið að skella í eitt salat í matinn í kvöld. 

Í þetta salat notaði ég.

Afgang af heilum kjúklingi.

1 lítið Mangó.

tæplega 1/2 Rauðlauk.

1 Gulrót.

1/2 poka Kóngasalat.

1 Tómat.

1 poka af Kasjúhentum.

Feta ost og Balsamic edik. 

Ég reif kjúklinginn í hæfilega bita. Gulrótin var rifinn niður í rifjárni. Tómatarnir, laukurinn og mangóið skorið í hæfilega bita. Kóngasalatið skolað og sett í skál, Tómötum, lauk og mangóinu skellt útí. Hneturnar þurrristaði ég á pönnu. Þegar þær voru tilbúnar skellti ég þeim útí ásamt kjúklingnum. 

Þessu var öllu blandað vel saman og sett í skál. Fetaostur og smá olí sett útá, ég setti hjá mér örlítið balsamic edik. Í lokin setti ég örlítið af svörtum pipar, fyrir kickið.

Mikið var þetta nú gott.

Kjúklingasalat

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 38320

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband