Purusteik

Sumir vilja segja pörusteik, best er þó að halda sig við flæskesteg. Verður nefnd Purusteik hér eftir hjá undirrituðum.

Ég man ekki til þess að ég hafi fengið mikið af þessu í gamla daga, Ef að minnið svíkur mig ekki þá held ég að ég hafi ekki smakkað þetta fyrr en ég fór til Danmerkur um árið. Það þarf þó ekki að vera að það sé rétt hjá mér og býst ég við leiðréttingu frá móðir minni ef minnið hefur svikið mig.

Purusteik í ofninum

 

 

 

 

 

 

 

 

Allavega þá vorum við með Purusteik í gær ásamt eplapæinu sem ég minntist í síðasta bloggi.  

http://gunnarbjarnason.blog.is/blog/gunnarbjarnason/entry/1280922/

Það er ekkert öðruvísi með Purusteik heldur en aðrar steikur að það er engin ein aðferð við að elda hana. Aðalatriðið er að fá stökka puru. Og vissulega rétt eldað kjöt.

Ég keypti svínabóg í bónus í gær 2,2 kíló sem dugði heldur betur fyrir okkur á heimilinu. Þegar heim var komið skar ég með dúkahníf rákir í puruna alveg niður í kjöt.

Ofninn var forhitaður í 180°C. á meðan sauð ég í hraðsuðukatli um 1,5 líter af vatni, hellti því svo í eldfast mót, bætti við tveimur tengingum af svínakrafti. Svínabógurinn var svo settur með puruna niður. Þannig var þetta eldað í um 20 mín útur.

Ég tók steikina út og setti á grind, undir grindina setti ég ofnskúffu og hellti vökvanum úr eldfasta mótinu í ofnskúffuna. Ég bætti við um líter af vatni í skúffuna og setti negulnagla, kanil, Smá appelsínubörk,  salt og pipar. Þetta var síðar notað sem soð í sósuna.

Nú er komið að aðaltrikkinu við purusteik. En það er að setja mikið af salti á puruna og nudda saltinu vel í sárið og á puruna sjálfa. við þetta bætti ég pipar. Negulnöglum var svo komið fyrir hér og þar ofaní sárinu og appelsínubörk sáldrað yfir.

Inní ofninn fór þetta aftur og var haft í ofninum þar til kjarhitinn var um 68°C. það tók um 1 klst og 40 mín. Þegar tíminn var liðinn þá fannst mér puran ekki nógu stökk. ég tók steikin út. hækkaði ofninn í 230 °C. ÞEgar hann var búinn að ná réttum hita fór steikin aftur inn í svolitla stund. passa samt að brenna ekki puruna. 

Sætar kartöflur

 

 

 

 

 

 

 

 

í meðlæti var ég með sætar kartöflur sem ég skar í tenginga, setti á ofnskúffu. Hellti smá olíu yfir, saltaði og pipraði og hrærði öllu vel saman.

Þetta var sett neðst í ofninn í um 30-40 mín og hrært annars lagið svo þetta myndi ekki brenna.

í sósuna notaði ég um 150 gr af sveppum sem ég skar í sneiðar. Þeir voru steiktir vel í potti, bætt við um 1/2 líter af vatni, bætti við vökvanum af því sem kom úr ofnskúffunni,  bætti við svínakrafti. Þetta var þykkt með Maizena(nennti ekki að gera smjörbollu). Bætt við um 100 Ml af rjóma, sultu og smakkað til með salt og pipar. 

Salatið var í einfaldari kantinum. Íslenskt kóngasalat.

Njótið vel.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 38365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband