3.2.2013 | 21:17
Eplapæ.
Eins og ég hef sagt áður þá er hún Helena mín yfirmaður bökunardeildar. Þar, sem og á öðrum sviðum, stendur hún sig eins og hetja.
Í eftirrétt í kvöld snaraði hún fram þessu dýrindis(og bráðholla ) Eplapæi.
Innihald.
4 rauð eða græn epli.
Kanilsykur.
40-50 gr uðusúkkulaði.
120 gr smjör.
120 gr hveiti.
120 gr sykur.
60 haframjöl.
Eplin eru skorin í skífur og raðað í form. Kanilsykrinum er stráð yfir. Súkkulaðið er brytjað frekar smátt niður og stráð yfir epli með kanilsykrinum. Smjörinu, sykrinum, hveitinu og haframjölinu er hnoðað saman í hrærivél. Þeirri blöndu er svo raðað yfir eplin, kanilsykurinn og súkkulaðið. Þetta er bakað við 160-180°C án blásturs i 40-45 mínútur. Byrjað er á að hafa þetta í 160 i ca. 30 mín og svo hækkað í 180°C síðastu 15 mín.
Þetta er svo borið fram volgt með þeyttum rjóma eða ís.
Verði ykkur að góðu.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.