7.10.2008 | 16:27
Samsæri
Nú spyr maður sig...........eða meira ég mig. Og eins og málshátturinn segir. Margur heldur mig sig.
Eine og greinilega alþjóð veit þá er ég staddur í Ohio ríki hinu hressa. Og mér hefur gefist mikill tími til að hugsa þess daga sem ég hef verið hérna. Eitt af því sem komið hefur uppí huga mér er samsæri, samsæri íslensku ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstæðu, Eigenda bankanna og já ég ætla að taka svo djúpt í árinni og segja að alþjóðlegi gjaldeyrissjóður íslands og nágrannalanda standi að þessu samsæri. Maður bregður sér af landi brott í nokkra daga, og vitandi þess að ég er staddur í flugvélabraki American airlines annaðhvort frá BOS-ORD eða ORD-TOL. Þá kaupa Geir H og co. Glintir bank eins og ég vil kalla hann á erlendri tungu. Krónan er felld um allavega 25 % gagnavart amerískum dal, En svo svona rétt áður en kjellinn kemur heim þá er krónan styrkt aftur. Það er greinilegt að þessir kallar urðu panikeraðir og hafa greinilega verið að fyljgast með mér og sjá að ég er að koma heim aftur á Fös nk. og þora ekki öðru en að reyna að laga ástandið.
ég er brjálaður. Ég held að það sé hægt að spæla egg á hausnum á mér. og ég er búinn að gráta svo mikið að það er hægt að sjóða egg í augntóftinni þeirri hægri
kv Gunnar B
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 23:06
Er hægt að vorkenna svona greyjum
Maður spyr sig.
61 árs "gutti" sem allir í heiminum þekkja mjög líklega fremur vopnað rán og mannrán. Vitanlega er maðurinn dæmdur fyrir það. Lögfræðingarnir hans tala um Samsæri útaf því að þrettán ár uppá dag eru liðin frá því að hann var fundinn saklaus um að hafa myrt fyrrum konuna sína og kærasta. Og það þótti líka vera hluti af samsæriskenningunni að kviðdómur sat yfir þessu í 13 tíma. Meira andskotans ruglið í gangi. Manninum er greinilega ekki viðbjargandi og er sjálfsagt best geymdur á bakvið lás og slá.
Gunnar B
O. J. Simpson sekur um vopnað rán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 13:10
fá ráðgjöf um meðferð og ÁVÖXTUN
Vinningshafinn í þrefalda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardaginn í efstu röðinni á seðlinum hennar. Er vinningsfjárhæðin 14 milljónir króna.
Fjölskyldan var að horfa á útdráttinn í sjónvarpinu og sáu tölurnar sínar birtast á skjánum. Þau áttu erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Getspár að þau væru orðin rúmlega 14 milljónum króna ríkari. Vinningurinn er skattfrjáls. Rétt er að taka fram að vinningshafinn fær ráðgjöf hjá KPMG endurskoðun um meðferð og ávöxtun slíkra fjármuna, samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið.
nú spyr maður sig? er rétt hjá fólki að fá ráðgjöf um ÁVÖXTUN peningana. Verður henni kannski ráðlagt að setja peninginn í áhættufjárfestingar? nú janfvel kaupa æi Glitni eða stoðum.
Ég segi nú bara passaður peninginn dúllan mín og hafðu hann helst undir koddanum!!! ekki að ég sé einhver ráðgjafi sko, fólk má ekki halda það.
Ung fjölskylda vann 14 milljónir í lottóinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 00:41
Tengja menn að vera stjórnarformaður við það að leiðast
Kannski ekki en ég geri það.
Þannig er mál með (á)vexti að uppá engilsaxneska tungu segja menn þegar þeim leiðist.
I´m bored i´m so bored that i´m chairman of the board. Uppá okkar ástkæra ylhýra tungu gæti þetta verið þýtt. Mér leiðist, mér leiðist svo mikið að ég er stjórnarformaður!!! sumt er bara ekki hægt að þýða beint. það segir sig sjálft.
Er staddur í þeim skemmtilega bæ Toledo sem er í Ohioríki í bandaríkjum Norður-Ameríku og honum er kannski líst ágætlega hjá þeim ágæta manni John Denver. Blessuð sé minning hans. en hann lísti Toledo eitthvað á þá leið í laginu Saturday night in Toledo Ohio og kom fyrst út á plötunni Evening with John Denver
Saturday night in Toledo, Ohio, is like being nowhere at all
All through the day how the hours rush by
You sit in the park and you watch the grass die
Ah, but after the sunset, the dusk and the twilight
When shadows of night start to fall
They roll back the sidewalks precisely at ten
And people who live there are not seen again
Just two lonely truckers from Great Falls, Montana
And a salesman from places unknown - ces unknown
All huddled together in downtown Toledo
To spend their big night all alone
You ask how I know of Toledo, Ohio
Well I spent a week there one day
They've got entertainment to dazzle your eyes
Go visit the bakery and watch the buns rise
Ah, but let's not forget that the folks of Toledo
Unselfishly gave us the scales
No springs, honest weight, that's the promise they made
So smile and be thankful next time you get weighed
And wive and wet wive
Let this be our motto
Let's let the sleeping dogs lie - ping dogs lie
And here's to the dogs of Toledo, Ohio
Ladies, we bid you goodbye
Svo segist maður ekki hafa tíma til neins. usss það er allt til á veraldarvefnum.
Kv Gunnar Bjarnason
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 14:06
Cohen
Cohen truflar tískusýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 15:46
Popplag í G-dúr
Gæti Lárus Welding hafi farið með eftirfarandi línur fyrir Davíð Oddsson, Geir H Haarde, og hina sem viðstaddir voru.
Ég er hér staddur á algjörum bömmer
Sé ekki úr augunum út
allt fer í steik ef þú ert ekki með mér
Hleypur í kekki og kút.
Og svo þegar þú birtist fer sólin að skína,
smáfuglar kvaka við raust;
í brjálæðishrifningu býð ég þér GLITNI
og SKULDIRNAR skilyrðislaust, við syngjum saman:
Ríkið á Glitni, við syngjum Ríkið á G
við syngjum Ríkið á Glitni
það er engin leið að bakk´út
það er engin leið að bakk´út
það er engin leið að bakk´úr
svona efanhagskreppu.
svo þið verðið að hjálpa.
Þá spyr maður sig. Er Falinn boðskapur í þessum texta hjá Valgeiri Guðjóns.?
Þekkti hann innviði Glitnis Allan tímann? Vissi hann að ríkið mundi kaupa Glitni.?
Svara er óskað frá höfundi textans............................. áður en fleiri bankar keyra um koll.
Glitnir hefði farið í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 22:38
Rubik´s Cube
Hefur einhver klárað hann??
fyrir þá sem ekki vita þá er þetta teningurinn sem hefur gert fólk brjálað frá árinu 1980 að ég held.
Allavega þá er ég búinn að klára hann. Og þegar maður kemst á lagið þá er þetta auðvelt eins og kannski er með margt annað þegar að maður er búinn að læra á hluti. Það er hægt að fara á youtube.com og bæði læra á hvernig hann er leystur og einnig að sjá "heimsmet" í að leysa hann. Ég er á þeirri skoðun að ef honum er "ruglað" vel þá sé ekki sjens að gera þetta á einvherjum 7.08 eins og segir í einu videoinu. Líffræðilega ómögulegt, mundi ég segja.
Ég er að fara af landi brott í einhverja daga í æfingarbúðir. Ég veit að ég kem til með að taka tímann á mér og læt væntnalega vita hverjir góðu tímarnir verða. ef fólk sem les þetta og getur leyst Rubik´s cube þá endilega látið mig vita tímana ykkar.(ekki svindla) Það græðist lítið á því.
KV Gunnar B
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 11:50
Takk Guddy sagð´ann
Af hverju í ósköpum kom hann ekki til Manchester sameinað á sínum tíma það hefði ég viljað að minnsta kosti. En ég er víst bara pattaralegur Bloggari sem að get lítið annað gert í þessum málum en að skrifa færslur. Maður vill víst ekki styggja Ferguson og benda honum á hina og þessa sem ég hefði viljað fá til "OKKAR"(Manchester United).
kv Gunnar B
Takk, Guddy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 17:06
Íslensk flugvél???
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 09:24
Atlantsolía
Sælt veri fólkið eða eins og segir í biblíunni sælir eru fátækir.
Ég set mig nú samt ekki í flokk fátækra. ég er ekki það peningaþurfi eins og einn ágætur maður sagði. Hef það bara ágætt eins og einhver annar sagði. Allavega þá fór ég um helgina að pæla því ágæta fyritæki Atlantsolíu eða kannski frekar tilgangi þess fyrirtækis. Þegar að þeir komu á markað þá verslaði ég alltaf við Shell. Og ætlaði að halda því áfram en einn góður maður sem ég þekki vel fékk mig til að "skipta". Ástæðan sem hann nefndi var einfaldlega "þetta er bara principp" OK...... ég lét tilleiðast og fór að versla við þá. Fékk mér dælulykill og alles. Þess má geta áður en lengra er haldið að ég versla við enn þann dag í dag og nánast eingöngu af því að það er þægilegt að nota þennan dælulykil. Atlantsolía átti víst að auka samkeppni á markaðnum en ég get ekki séð að þeir geri það, Vitanlega hljóta hin fyrirtækin að græða aðeins minna, En samt sem áður hef ég lúmskan grun að atlantsolía sé hrienlega að reyna að græða sem mest. Þeir virðast aldrei geta verið með lægsta verðið. Og mér finnst þeir ekki geta falið sig bakvið neit að mínu mati. Og Það er alltaf verið að tala um að sniðganga hinn og sniðganga þennan. En einhvern veginn finnst mér atlantsoía týnast í umræðunni(það getur nú líka veríð ég svosem). Því spyr ég. Af hverju á ég að halda áfram að versla við þá ef þeir geta ekki verið ódýrastir? ég vona að fólk skilji hvert ég er að fara með þessari pælingu.
kv Gunnar Bjarnason
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 38802
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar