Kjúklingasalat

Um daginn gerði ég kjúklingasalat. Í gær gerði ég líka kjúklingasalat. Þau voru svo ólík að ebony and ivory gætu verið einneggja tvíburar við hlið þessa tveggja salata. 

Allavega þá var þetta kjúklingasalat með eftir farandi hráefnum.

Einn poki spínat.

Heill Kjúklingur.

Feta ostur, magn eftir smekk.

Hálft bréf beikon.

3 Brauðsneiðar.

 Aðferð.

Kjúklingurinn var eldaður í ofni í um klukkutíma við 180°C með blæstri og ég kryddaði hann með Season kryddi.  Beikonið var skorið í bita, steikt á pönnu þar til stökkt og svo lét ég fituna leka af í sigti. Brauðsneiðarnar voru ristaðar í ofni, ég pressaði hvítaluk og dreifði jafnt yfir ásamt smá ólífuolíu og salti. Þegar brauðið var hæfilega ristað skar ég það í teninga. 

Þegar kjúklingurinn var tilbúinn tók ég skinnið af honum og reif hann niður og setti útí spínatið. Beikonið og brauðteningarnir fóru þar á eftir í skálina, svo endaði ég á því að setja fetaostinn og slatta af olíunni með. Sumir vilja mikið af fetaosti og aðrir lítið. Hver og einn verður að finna það magn sem hentar honum/henni.  

Gjöriði svo vel og njótið. Þetta er virkilega góður hollur og léttur kvöldmatur :-)

kjúklingasalat 1

 

 


Blaut frönsk súkkulaðikaka.

Ef maður hugsar um eitthvað franskt og blautt þá er bara eitt sem kemur uppí hugann, súkkulaðikaka. Þessi sem hér um ræðir er guðdómleg. Það er bara þannig.

Þessa hefur konan eldað nokkrum sinnum, þegar ég kom að henni þá voru um 15 mínútur eftir af eldunartímanum og ég þurfti að sjá um rest, það tókst svona líka svakalega vel og útkoman var eins og áður sagði, guðdómleg.

Kakan.

300 gr suðusúkkulaði

200 gr smjör

4 egg

2 dl flórsykur

1 1/2 dl hveiti

1/2 tsk lyftiduft

örlítið af salti.

 

Aðferð.

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita.  Þeytið saman egg og flórsykur þar til blandan verður ljós og létt, hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og þar næst þurrefnunum. Við bökum í sílicon formi. Bakið í 30 mín við 180°C við yfir og undirhita án blásturs. Leyfið svo að kólna aðeins og setjið svo á disk.

Kremið

200 gr suðusúkkulaði

70 gr smjör

2 msk sýróp 

Bræðið saman við lágan hita, hellið yfir kökuna og dreifið jafnt og fallega. Þegar kremið hefur kólnað er flórsykri stráð yfir í gegnum sigti, gott er að slá létt á hliðarnar á sigtinu meðan á dreifingunni stendur. Eins og áður sagði þá er þetta guðdómlegt. :-)

Súkkulaðikaka

 


Pizza

Pizza er það besta sem nokkur maður getur látið inn fyrir sínar varir. Kannski svolítið sterkt tekið til orða en mér finnst pizza góð og einnig gaman að búa hana til. Við ákvaðum að brjóta aldagamla hefð og höfðum pizzu á fimmtudaginn sl. í stað föstudags þar sem við vorum í afmæli hjá Þóru frænku systir pabba heitins. 

Mér finnst að það eigi að vera ríkisregla í siðmenntuðum samfélögum að skylda allt pizzugerðarfólk að hafa extra sterkt pepperóní frá Kjarnafæði á sínum pizzum :).

Ég set pizzurnar á grindur sem við keyptum í IKEA um árið og erum mjög ánægð með. Einnig viljum við hafa pizzurnar okkar þunnbotna.

Botninn 2x12" botnar.  

300 gr hveiti.

2 tsk lyftiduft.

2 msk olía

salt og sykur.

170 ml volgt vatn.

Þurefnunum er blandað vel saman í skál. Gerið holu í miðjuna, bætið olíunni og vatninu út í skálina. Blandið saman í hrærivél i svona 4-5 mín eða þar til öllu hefur verið blandað vel saman og orðið vel hnoðað deig.

Sósan.

2 tómatar.

2 hvítlauksrif

1/2 rauðlaukur

1/2-1 dós tómatpuré

1-2 grænmetisteningar.

Pizzakrydd 

ca. 1/2 líter vatn 

salt, pipar og sykur.  

 

Saxið laukinn og hvítlaukinn frekar fínt. Skerið tómatana einnig frekar fínt niður. Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu. Bætið tómötunum útá og steikið í smástund. Saltið og piprið. Bætið vatninu, tómatpuré og grænmetiskraftinum við(1 tening til að byrja með). Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann til að leyfa þessu rétt að malla. Kryddið með pizzakryddinu og bætið svo sykri við eftir því sem ykkur þurfa þykir. Þegar sósan er tilbúin þá leyfi ég henni að kólna, set hana svo í handhægt ílát og mauka hana svo með töfrasprota. Betri pizzasósu er vart hægt að fá. :-)

Fyrir krakkana geri ég yfirleitt eina pizzu, eingöngu með sósu og osti en bæti áleggi á fyrir okkur fullorðna fólkið. Vissulega eru til svo margar útgáfur af pizzu og ákvað ég að prófa nýtt fyrir mig, konan var ekki ýkja hrifin og skipt ég því pizzunni í tvennt  

Áleggið.

Fyrir konuna.

Skinka

sveppir

laukur

Ananas.

Fyrir mig.

Peppróní(extra sterkt frá Kjarnafæði)

Chilli pipar

Banani

Ananas.

Aðferð.

Fletjið botninn út þannig að hann passi á grindina. Setjið sósuna á botninn og dreifið eftir kúnstarinnar reglum, setjið rifinn ost á botninn. Setjið því næst Pepperóní, chilli piparinn og banana á pizzuna ásamt smá ananas. Dreifð örlitlum meiri osti yfir. 

Bakið í forhituðum ofni við ca 200° í ca 10 mín eða þar til pizzan lítur út fyrir að vera tilbúin.

Þetta fannst mér vera frábær blanda af kryddbragði frá pepperóníinu, væmnu sykurbragði frá bönununum og sterku bragði frá chilli og ég mæli hiklaust með þessari blöndu á pizzu! 

Verði ykkur að góðu.

pizza

 

 

 


Kjúklingasalat

Ég sagði við mína heittelskuðu að í kvöld skyldi hún fá eitt svakalegasta "afgangasalat" í kvöldmatinn. Ég veit nú ekki hvort það var raunin en allavega þá vorum við með kjúkling í gær, það var smá afgangur og tilvalið að skella í eitt salat í matinn í kvöld. 

Í þetta salat notaði ég.

Afgang af heilum kjúklingi.

1 lítið Mangó.

tæplega 1/2 Rauðlauk.

1 Gulrót.

1/2 poka Kóngasalat.

1 Tómat.

1 poka af Kasjúhentum.

Feta ost og Balsamic edik. 

Ég reif kjúklinginn í hæfilega bita. Gulrótin var rifinn niður í rifjárni. Tómatarnir, laukurinn og mangóið skorið í hæfilega bita. Kóngasalatið skolað og sett í skál, Tómötum, lauk og mangóinu skellt útí. Hneturnar þurrristaði ég á pönnu. Þegar þær voru tilbúnar skellti ég þeim útí ásamt kjúklingnum. 

Þessu var öllu blandað vel saman og sett í skál. Fetaostur og smá olí sett útá, ég setti hjá mér örlítið balsamic edik. Í lokin setti ég örlítið af svörtum pipar, fyrir kickið.

Mikið var þetta nú gott.

Kjúklingasalat

 


Purusteik

Sumir vilja segja pörusteik, best er þó að halda sig við flæskesteg. Verður nefnd Purusteik hér eftir hjá undirrituðum.

Ég man ekki til þess að ég hafi fengið mikið af þessu í gamla daga, Ef að minnið svíkur mig ekki þá held ég að ég hafi ekki smakkað þetta fyrr en ég fór til Danmerkur um árið. Það þarf þó ekki að vera að það sé rétt hjá mér og býst ég við leiðréttingu frá móðir minni ef minnið hefur svikið mig.

Purusteik í ofninum

 

 

 

 

 

 

 

 

Allavega þá vorum við með Purusteik í gær ásamt eplapæinu sem ég minntist í síðasta bloggi.  

http://gunnarbjarnason.blog.is/blog/gunnarbjarnason/entry/1280922/

Það er ekkert öðruvísi með Purusteik heldur en aðrar steikur að það er engin ein aðferð við að elda hana. Aðalatriðið er að fá stökka puru. Og vissulega rétt eldað kjöt.

Ég keypti svínabóg í bónus í gær 2,2 kíló sem dugði heldur betur fyrir okkur á heimilinu. Þegar heim var komið skar ég með dúkahníf rákir í puruna alveg niður í kjöt.

Ofninn var forhitaður í 180°C. á meðan sauð ég í hraðsuðukatli um 1,5 líter af vatni, hellti því svo í eldfast mót, bætti við tveimur tengingum af svínakrafti. Svínabógurinn var svo settur með puruna niður. Þannig var þetta eldað í um 20 mín útur.

Ég tók steikina út og setti á grind, undir grindina setti ég ofnskúffu og hellti vökvanum úr eldfasta mótinu í ofnskúffuna. Ég bætti við um líter af vatni í skúffuna og setti negulnagla, kanil, Smá appelsínubörk,  salt og pipar. Þetta var síðar notað sem soð í sósuna.

Nú er komið að aðaltrikkinu við purusteik. En það er að setja mikið af salti á puruna og nudda saltinu vel í sárið og á puruna sjálfa. við þetta bætti ég pipar. Negulnöglum var svo komið fyrir hér og þar ofaní sárinu og appelsínubörk sáldrað yfir.

Inní ofninn fór þetta aftur og var haft í ofninum þar til kjarhitinn var um 68°C. það tók um 1 klst og 40 mín. Þegar tíminn var liðinn þá fannst mér puran ekki nógu stökk. ég tók steikin út. hækkaði ofninn í 230 °C. ÞEgar hann var búinn að ná réttum hita fór steikin aftur inn í svolitla stund. passa samt að brenna ekki puruna. 

Sætar kartöflur

 

 

 

 

 

 

 

 

í meðlæti var ég með sætar kartöflur sem ég skar í tenginga, setti á ofnskúffu. Hellti smá olíu yfir, saltaði og pipraði og hrærði öllu vel saman.

Þetta var sett neðst í ofninn í um 30-40 mín og hrært annars lagið svo þetta myndi ekki brenna.

í sósuna notaði ég um 150 gr af sveppum sem ég skar í sneiðar. Þeir voru steiktir vel í potti, bætt við um 1/2 líter af vatni, bætti við vökvanum af því sem kom úr ofnskúffunni,  bætti við svínakrafti. Þetta var þykkt með Maizena(nennti ekki að gera smjörbollu). Bætt við um 100 Ml af rjóma, sultu og smakkað til með salt og pipar. 

Salatið var í einfaldari kantinum. Íslenskt kóngasalat.

Njótið vel.  

 

 


Eplapæ.

Eins og ég hef sagt áður þá er hún Helena mín yfirmaður bökunardeildar. Þar, sem og á öðrum sviðum, stendur hún sig eins og hetja.

Í eftirrétt í kvöld snaraði hún fram þessu dýrindis(og bráðholla Blush) Eplapæi. 

 Innihald.

4 rauð eða græn epli.

Kanilsykur.

40-50 gr uðusúkkulaði.

120 gr smjör.

120 gr hveiti.

120 gr sykur.

60 haframjöl. 

Eplin eru skorin í skífur og raðað í form. Kanilsykrinum er stráð yfir. Súkkulaðið er brytjað frekar smátt niður og stráð yfir epli með kanilsykrinum. Smjörinu, sykrinum, hveitinu og haframjölinu er hnoðað saman í hrærivél. Þeirri blöndu er svo raðað yfir eplin, kanilsykurinn og súkkulaðið. Þetta er bakað við 160-180°C án blásturs i 40-45 mínútur. Byrjað er á að hafa þetta í 160 i ca. 30 mín og svo hækkað í 180°C síðastu 15 mín. 

Þetta er svo borið fram volgt með þeyttum rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu.

Eplapæ

 


Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Feb. 2013
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband