Kjúklingasalat

Ég sagði við mína heittelskuðu að í kvöld skyldi hún fá eitt svakalegasta "afgangasalat" í kvöldmatinn. Ég veit nú ekki hvort það var raunin en allavega þá vorum við með kjúkling í gær, það var smá afgangur og tilvalið að skella í eitt salat í matinn í kvöld. 

Í þetta salat notaði ég.

Afgang af heilum kjúklingi.

1 lítið Mangó.

tæplega 1/2 Rauðlauk.

1 Gulrót.

1/2 poka Kóngasalat.

1 Tómat.

1 poka af Kasjúhentum.

Feta ost og Balsamic edik. 

Ég reif kjúklinginn í hæfilega bita. Gulrótin var rifinn niður í rifjárni. Tómatarnir, laukurinn og mangóið skorið í hæfilega bita. Kóngasalatið skolað og sett í skál, Tómötum, lauk og mangóinu skellt útí. Hneturnar þurrristaði ég á pönnu. Þegar þær voru tilbúnar skellti ég þeim útí ásamt kjúklingnum. 

Þessu var öllu blandað vel saman og sett í skál. Fetaostur og smá olí sett útá, ég setti hjá mér örlítið balsamic edik. Í lokin setti ég örlítið af svörtum pipar, fyrir kickið.

Mikið var þetta nú gott.

Kjúklingasalat

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband