19.1.2013 | 20:54
Eggja og skinkusalat
Eggjasalat hefur lengi verið í uppáhaldi hjá undirrituðum í langan tíma.
Ég hef tekið allskonar "snúning" í gegnum tíðina en í þetta skiptið gerði ég eggja og skinkusalat með agúrku.
Innihald
2 soðin egg(vil nota 3 en átti ekki fleiri)
6 skinkusneiðar 1/5 úr agúrku.
250 ml létt Majónes 180 gr 10% sýrður rjómi.
Aðferð. Eggin skorin þvers og kurs. Skinkan skorin í litla ferninga. Agúrkan kjarnhreinsuð og skorin í tenginga. Öllu blandað vel saman í góðri skál og kryddað til með Aromat kryddi og smá papriku kryddi. Þessu er leyft að brjóta sig í kæli í allavega klukkustund. Borðað með Tuc kexi eða snittubrauði.
Njótið vel.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.