Færsluflokkur: Dægurmál
24.7.2016 | 14:10
Grænmetisréttur
Einn minn stærsti ótti í lífinu er hræðslan mín við að verða svangur. Ástæðan er sjálfsagt sú að í gegnum tíðina þá þegar ég verð svangur fæ ég hausverk eða mígreniskast. Þegar fólk sem er ekki með mígreni segist vera með hausverk þá langar mig að setja á það Andrés önd plástur og segja æi litla greyið er hausverkurinn núna farinn? sem reyndar ég held að virki. Þessi pistill átti nú ekki að fjalla um það. Annar af mörgum óttum í lífinu er sá að "hvernig fer fólk að sem borðar ekki kjöt"? Ég tilheyri semsagt hópi fólks sem borðar kjöt og mikið af því en núna í þessari viku þá er ég búinn að gera tilraun að borða ekki rautt kjöt. Ég gekk meira að segja svo langt að henda, baconi, skinku og pulsum úr ísskápnum til að freistast ekki. Vandamálið mitt er hinsvegar það að ég borða ekki fisk! Á mínum yngri árum voru þetta "helvítis dillur" eins og ástkær móðir mín segir svo oft en á mínum eldri árum hef ég reynt en það hefur lítinn árangur borið. því miður. Það er eitthvað við sjávarbragðið sem ég þoli ekki. En ég er þó búinn að læra að borða humar og risarækjur(sem fást víst ekki heima). En vandamálið við að borða ekki fisk og ætla að sneiða hjá rauðu kjöti er þá það að eftir stendur kjúklingur og kalkúnn! En hinsvegar þá má ekki gleyma grænmetisréttum sem hingað til hefur verið svona "tekið til í kælinum" ástand. Kannski verður breyting á því í framtíðinni, hver veit? Ég er nú ekki hættur að borða rautt kjöt en sé hvað þessi tilraun mín getur staðið lengi :-)
Hérna kemur einmitt uppskrift af grænmetisrétt sem ég eldaði mér núna í hádeginu.
1 stk lítil sæt kartafla.
1/3 af meðalstórum Blómkálshaus.
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
ca 2 cm Engiferrót.
1 msk philadelphia ostur
1 msk hnetusmjör.
lófafylli af Kasjú hnetum
Fyrst var allt grænmetið skorið niður í viðráðanlegar stærðir og steikt á pönnu þar til vel mjúkt.
Því næst var hnetunum bætt við.
Slettu af vatni ásamt philadelphia ostinum og hnetusmjörinu bætti útí. Það látið bráðna niður og hrært vel í á meðan þar til þetta var tilbúið.
Flóknara var það nú ekki.
Njótið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 12:12
Kjúklingabringur með spínati, fetaosti og sætum kartöflum
Við feðgarnir vorum einir heima um daginn og það vantaði einhvern góðan og einfaldan rétt á þriðjudagskvöldi. Því var tilvalið að skella upp einum traustum kjúklingarétti. Alli vinnufélagi minn sagði mér frá þessum rétti fyrir einhverjum 2 árum síðan og hef ég haft hann nokkrum sinnum síðan. Einfaldur en þrælgóður og ekki má gleyma hollustunni.
Innihald.
3 Kjúklingabringur
1 box af spínati frá lambhaga.
1 sæt kartafla
1/2 krukka Feta ostur
c.a helmingur af olíu úr einni fetaostkrukku.
Spínatinu er dreift í eldfast mót. Sætar katöflur eru skornar í teninga og settar yfir spínatið. Fetostinum er dreift þar ofaná og einnig olían.
Þetta er sett inní 180° ofn í svona 20 mín á blæstri. Á meðan eru kjúklingabringunum lokað vel á pönnu, kryddaðar með salti og pipar. Þegar 20 mín eru liðnar eru kjúklingabringurnar settar í eldfasta mótið og eldaðar með í ca. 10 mín. eða þar til kjúklingarbingurnar eru tilbúnar.
Verði ykkur að góðu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2013 | 20:54
Kjúklingasalat
Um daginn gerði ég kjúklingasalat. Í gær gerði ég líka kjúklingasalat. Þau voru svo ólík að ebony and ivory gætu verið einneggja tvíburar við hlið þessa tveggja salata.
Allavega þá var þetta kjúklingasalat með eftir farandi hráefnum.
Einn poki spínat.
Heill Kjúklingur.
Feta ostur, magn eftir smekk.
Hálft bréf beikon.
3 Brauðsneiðar.
Aðferð.
Kjúklingurinn var eldaður í ofni í um klukkutíma við 180°C með blæstri og ég kryddaði hann með Season kryddi. Beikonið var skorið í bita, steikt á pönnu þar til stökkt og svo lét ég fituna leka af í sigti. Brauðsneiðarnar voru ristaðar í ofni, ég pressaði hvítaluk og dreifði jafnt yfir ásamt smá ólífuolíu og salti. Þegar brauðið var hæfilega ristað skar ég það í teninga.
Þegar kjúklingurinn var tilbúinn tók ég skinnið af honum og reif hann niður og setti útí spínatið. Beikonið og brauðteningarnir fóru þar á eftir í skálina, svo endaði ég á því að setja fetaostinn og slatta af olíunni með. Sumir vilja mikið af fetaosti og aðrir lítið. Hver og einn verður að finna það magn sem hentar honum/henni.
Gjöriði svo vel og njótið. Þetta er virkilega góður hollur og léttur kvöldmatur :-)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 10:35
Flughelgi í Bretlandi
Er sú flughelgi núna um helgina?
þá spyr maður hver er munurinn á flughelgi og lofthelgi?
Flugumferð bönnuð um Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 20:46
Einkavinavæðing kapitalismans að koma harkalega í bakið á okkur.
Já það kom að því sem vinstri gænir töluðu um fyrir kosningar. Skattahækanir, Þetta átti nú ekki að koma neinum á óvart, Ekki er fólk búið að gleyma því sem gerðist hérna í október sl? Ennþá vilja hörðustu hægrimenn meina að það sé endalaust góðæri framundan. En það er ekki rétt. Núna er verið að taka til eftir veislu síðustu 18 ára. Ég þekki það sjálfur að taka til heima hjá mér eftir góða veislu. Mér finnst það frekar leiðinlegt, Þið getið ímyndað ykkur að Steingrímur og Jóhanna séu að koma heim til ykkar á sunnudagsmorgni. Þau eru að rífa ykkur upp á rassagatinu þegar þið eruð skítþunn og þið hafið ekkert val, Þurfið að mæta með þeim fram í eldhús og TAKA TIL..........
lifið heil, edrú, reyklaus og Bensínlaus.
Bensínlítrinn í 181 krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 22:28
Kapitalismi!!!
Þar sem ég er nýbúinn að læra hvað það þýðir, þá langar mig að spyrja þá sem eru mér fróðari.
Er kapitalismi ekki að virka í svona ástandi?
Eru þeir sem eru lengra til vinstri djarfari við að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir til að reyna að ná tökum á erfiðu ástandi?
Mig vantar svör frá mér fróðara fólki, sér í ljósi þar sem áhugi minn á pólitík jókst til muna í þessum kosningum, kannski var það ástandið, ég veit ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 11:42
Mín sýn á valdatíð sjálfstæðisflokksins
Hugsið ykkur tímalínuna 18ár. Reynið að pressa hana saman í huga ykkar niður í 2 daga. Semsagt föstudags og laugardagskvöld. Föstudagurinn er fyrri níu árin og laugardagurinn er seinni níu árin. Nú skuluð þið ímynda ykkur að á föstudagskvöldinu sé haldið partí og það er svo gaman að partíið hættir ekki heldur dregst það á langinn og færist yfir á laugardagskvöldið líka.
Fólkið sem mætti í þetta partí fékk að kjósa sér gestgjafa. Það virtist vera alvega sama hverja folk kaus. Alltaf náði Sjálfstæðisflokkurinn að mynda meirihluta. Þá urðu alltaf einhverjir að vera í minnihluta, höfðu smá áhrif en ekki mikil, en alltaf vöruðu þeir meirihlutann við að eitthvað gæti farið úrskeiðis, aldrei var hlustað. Þannig að sjálfstæðisflokkurinn réð partíinu ásamt samstarfsflokknum. En allavega í þessari sögu þá er gestgjafinn sjálfstæðisflokkurinn. En við getum ímyndað okkur að partíið var haldið heima hjá samstarfsflokknum. Fyrstu fjögur árin var partíið haldið heima hjá Alþýðuflokknum. Nú næstu níu ár ákvað gestgjafinn að færa partíið heims til Framsóknar.(sjálfstæðisflokkurinn var enn gestgjafi) En í þetta skiptið var ákveðið að nú skildu bara fáir fá að njóta ágóðans af veitingunum sem voru í boði í partíinu. Það var ákveðið folk valið úr sem að fékk veitingarnar á silfufati, og mátti gera hvað sem það vildi við veitingarnar(auðlindirnar,bankana og fleira) Enn var samt sjálfstæðisflokkurinn gestgjafi í partíinu. Fólkinu sem var boðið í partíið vissi að hápunktinum væri ekki alveg náð því að við getum ímyndað okkur að á þessum tímapunkti(fyrsta ársfjórðungi ársins 2004) í átján ára valdatíð flokksins, sé klukkan svona eitt eftir miðnætti á laugardagskvöldinu ef við höfum náð að pressa tímalínuna eins og ég gat um í byrjun pistilsins.
Aftur að partíinu sjálfu. Munið að gesgjafinn var búinn að velja örfáa sem að fengu veitingarnar á silfurfati(við getum kallað þá útrásarvíkinga) og máttu ráða hvað þeir gerðu við þær. En þó undir nokkru eftirliti gestgjafans. En gestgjafinn var svo upptekinn að láta gestina vita að þeir væru þeir eins sem gætu haldið svona svakalegt partí að eftirlitið brást heldur betur á útrásarvíkingunum. Á meðan nefnilega þá fóru útrásarvíkingarnir í annað partí sem var með miklu fleiri, betri og stærri veitingar.
Nú á meðan útrásarvíkingarnir voru að baða sig í ljósi frægðar og frama í hinu partíinu, þá ákvað sjálfstæðisflokkurinn að skipta um gestgjafa, allavega svona að nafninu til . það var ákveðið að skipta. Partiið flutt heim til sjálfsstæðisflokksins og framsókn gestgjafi En eins og áður sagði þá var þetta bara að nafninu til. Á þessum tímapunkti er partíið að ná hápunkti. Flestir gátu fengið allar þær veitingar sem þeir vildu. En þeir þurftu eðlilega að borga fyrir það. Þeir sem ekki áttu pening gátu fengið lán á rosalega góðum kjörum, því að útrásarvíkingarnir komu með pening út hinu partíinu, en fólk vissi ekki að til að útrásarvíkingarnir þurftu að veðsetja húsið þar sem fyrsta partíið var haldið til að geta fengið svona góð kjör .. En fólki var alveg sama. Því á þessari stundu leit út fyrir að partíið mundi aldrei enda og engin mundi fá timburmenn.(en trúið mér, það átti eftir að breytast.) Nánast á sama tímapunkti í sögunni. Þá skiptu þeir aftur á milli sín gestgjafahlutverkinu. En þó bara mjög stutt núna.
En aftur kom að því að folk fékk að velja sér gestgjafa. Enn og aftur var gengið til kosninga Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að gefa framsókn uppá bátinn þar sem þeir höfðu klúðrað sínum málum(ímyndið ykkur gestgjafann sem verðu of fullur og þarf að fara inní herbergi að sofa úr sér).
Samfylkingin varð fyrir valinu. Þeir vildu færa partíið á stærri stall ESB . Hlutirnir mundu bara batna við að fara þangð inn .En við komum ekki að því hér.
Núna fer að færast fjör í leikinn. Hápunkturinn í Partíinu!!!!!! Tímalínan er kominn að október 2007. Allir að njóta veislunnar eins og menn gátu. Þarna leit út að partíið mundi bara ekkert enda . En viti menn, nú er að renna upp sunnudagsmorgun. Fólk er að týnast úr partíinu því að menn gátu allt í einu ekki fengið lánað lengur hjá útrásarvíkingunum. Þeir vissu alveg af því sko, gestgjafinn vissi það líka, en það mátti bara engin vita. En partíið tók enda á sunnudagshádegi og eðlilega fór folk að sofa úr sér allar veigarnar sem stóðu til boða í partíinu. Nú svo þegar folk vaknar aftur, þá upplifir það eina þá mestu þynnku sem menn geta ímyndað sér. Með dúndrandi hausverk þá fattar folk að það þarf að fara að borga lánin sem menn fengu í partíinu og ekki nóg með það þá þarf að borga þau,,,,,,,,,, tvöfalt sumir þrefalt og aðrir jafnvel fjórfalt til baka. Æ Æ það var engin sem sagði fólkinu það í partíinu.
Nú samfylkingin er ekki eins þunn og sjálfstæðisflokkurinn enda hafði hún bara verið í partíínu í nokkrar mínútur meðan að sjálfstæðisflokkurinn hafði verið frá föstudagskvöldi.
Fókið sem var í partíinu var ekki sátt við sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega ekki þar sem þeir höfðu borið í þá veigar allt partíið, gleymt að segja fólki að það þyrfti að borga. Fólkið vildi nýjan gestgjafa, Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki að hann hafi gert eitthvað vitlaust. En allavega þá ákvað samfylkingin að taka völdin og gerast gestgjafi ásamt vinstri grænum.
En þeir höfðu mjög stuttan tíma til að ná þynnkuni úr fólki. Fólk sem hafði mætt í partíið og skemmt sér manna best vildi ná úr sér þynnkunni STRAX. Því leið illa svona. Nú þessir gestgjafar reyndu sitt besta til að bjarga sem flestum á sem stystum tíma, en ákváðu þau í upphafi að folk fengi að velja sér nýjan gestgjafa innan skamms.
Nú fólki fannst það ekki ná úr sér þynnkunni nógu fljótt og fór að verða aftur pirrað. Gamli gestgjafinn(sjálfstæðisflokkurinn) ákvað að blanda sér í þá baráttu aftur með því að finna allt að nýja gestgjafanum.
Þeir ætla sér að verða gestgjafi aftur. Þeir gera sér ekki grein fyrir að folk er ennþá þunnt eftir gamla partíið og fæstir treysta sér til að mæta. Þó eru alltaf nokkrir sem standa við bakið á sínum mönnum og trúa því innst inni að partíið geti haldið áfram. Gleyma því jafnframt að gamli gestgjafinn ákvað að taka við smá pening frá útrásravíkingunum, Þeir vildu líka innst inni að partíið myndi ekki enda og ákváðu að reyna að gogga smápening að gestgjafanunm til að sjá hvernig hann myndi bregðast við.
Það er aðeins einn af þessum þremur gstgjöfum sem hefur komið hreint fram og sagt að allir þurfi að borga til baka því sem nokkrir eyddu í partíinu. Ekki sanngjarnt en það er nú staðreyndin.
Þetta er eins og ég sé þetta dæmi allt fyrir mér eins og er. Spurning hvort að maður hafi komið þessu frá sér þannig að allir sjái þetta eins og ég er að reyna að láta folk sjá þetta.
Gunnar Bjarnason
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2008 | 09:21
Sparka í liggjandi mann........ er það nú orðið löglegt?
Það er kannski erfitt að koma orðum að þessu en ég reyni. Tökum sem dæmi. Ef þú keyrir á 150 km/klst inní íbúðahverfi og keyrir á manneskju, hún deyr ekki en verður óvinnufær á eftir í tuttugu ár(Er það ekki tíminn sem við eigum að vera kominn útúr þessum fjármálakröggum).Löggan nær þér ekki en það eru vitni að þessu. Í framhaldi af því er ákveðið að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að þú rannsakir þig sjálfur, hin leiðin er sú að það komi óháður útlendingur og rannsaki málið. hvor leiðin heldur þú að mundi henta þér betur? Svo í ofanálag þá sektar þú manneskjuna sem Þú keyrðir á því að þú þarft að fá pening fyrir skaðanum sem þú ollir. Væri það sanngjarnt? Nei ekki að mínu mati
Veit ekki hvort einhver annar sjái tenginuna milli þessarar stuttu dæmisögu og gjörða alþingis.
lesið þetta aftur og spáið í þetta. Kannski er þetta eitthvað rugl hjá mér en mér finnst þetta "meika sens" svo maður sletti nú aðeins.
kv
Gunnar B
Þrýsta vísitölunni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 08:23
Mannréttindi
Nauðgaði dætrum sínum um árabil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 14:42
refsiaðgerðir Icelandair
Þakklætisvottur Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar