25.4.2009 | 11:42
Mín sýn á valdatíð sjálfstæðisflokksins
Hugsið ykkur tímalínuna 18ár. Reynið að pressa hana saman í huga ykkar niður í 2 daga. Semsagt föstudags og laugardagskvöld. Föstudagurinn er fyrri níu árin og laugardagurinn er seinni níu árin. Nú skuluð þið ímynda ykkur að á föstudagskvöldinu sé haldið partí og það er svo gaman að partíið hættir ekki heldur dregst það á langinn og færist yfir á laugardagskvöldið líka.
Fólkið sem mætti í þetta partí fékk að kjósa sér gestgjafa. Það virtist vera alvega sama hverja folk kaus. Alltaf náði Sjálfstæðisflokkurinn að mynda meirihluta. Þá urðu alltaf einhverjir að vera í minnihluta, höfðu smá áhrif en ekki mikil, en alltaf vöruðu þeir meirihlutann við að eitthvað gæti farið úrskeiðis, aldrei var hlustað. Þannig að sjálfstæðisflokkurinn réð partíinu ásamt samstarfsflokknum. En allavega í þessari sögu þá er gestgjafinn sjálfstæðisflokkurinn. En við getum ímyndað okkur að partíið var haldið heima hjá samstarfsflokknum. Fyrstu fjögur árin var partíið haldið heima hjá Alþýðuflokknum. Nú næstu níu ár ákvað gestgjafinn að færa partíið heims til Framsóknar.(sjálfstæðisflokkurinn var enn gestgjafi) En í þetta skiptið var ákveðið að nú skildu bara fáir fá að njóta ágóðans af veitingunum sem voru í boði í partíinu. Það var ákveðið folk valið úr sem að fékk veitingarnar á silfufati, og mátti gera hvað sem það vildi við veitingarnar(auðlindirnar,bankana og fleira) Enn var samt sjálfstæðisflokkurinn gestgjafi í partíinu. Fólkinu sem var boðið í partíið vissi að hápunktinum væri ekki alveg náð því að við getum ímyndað okkur að á þessum tímapunkti(fyrsta ársfjórðungi ársins 2004) í átján ára valdatíð flokksins, sé klukkan svona eitt eftir miðnætti á laugardagskvöldinu ef við höfum náð að pressa tímalínuna eins og ég gat um í byrjun pistilsins.
Aftur að partíinu sjálfu. Munið að gesgjafinn var búinn að velja örfáa sem að fengu veitingarnar á silfurfati(við getum kallað þá útrásarvíkinga) og máttu ráða hvað þeir gerðu við þær. En þó undir nokkru eftirliti gestgjafans. En gestgjafinn var svo upptekinn að láta gestina vita að þeir væru þeir eins sem gætu haldið svona svakalegt partí að eftirlitið brást heldur betur á útrásarvíkingunum. Á meðan nefnilega þá fóru útrásarvíkingarnir í annað partí sem var með miklu fleiri, betri og stærri veitingar.
Nú á meðan útrásarvíkingarnir voru að baða sig í ljósi frægðar og frama í hinu partíinu, þá ákvað sjálfstæðisflokkurinn að skipta um gestgjafa, allavega svona að nafninu til . það var ákveðið að skipta. Partiið flutt heim til sjálfsstæðisflokksins og framsókn gestgjafi En eins og áður sagði þá var þetta bara að nafninu til. Á þessum tímapunkti er partíið að ná hápunkti. Flestir gátu fengið allar þær veitingar sem þeir vildu. En þeir þurftu eðlilega að borga fyrir það. Þeir sem ekki áttu pening gátu fengið lán á rosalega góðum kjörum, því að útrásarvíkingarnir komu með pening út hinu partíinu, en fólk vissi ekki að til að útrásarvíkingarnir þurftu að veðsetja húsið þar sem fyrsta partíið var haldið til að geta fengið svona góð kjör .. En fólki var alveg sama. Því á þessari stundu leit út fyrir að partíið mundi aldrei enda og engin mundi fá timburmenn.(en trúið mér, það átti eftir að breytast.) Nánast á sama tímapunkti í sögunni. Þá skiptu þeir aftur á milli sín gestgjafahlutverkinu. En þó bara mjög stutt núna.
En aftur kom að því að folk fékk að velja sér gestgjafa. Enn og aftur var gengið til kosninga Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að gefa framsókn uppá bátinn þar sem þeir höfðu klúðrað sínum málum(ímyndið ykkur gestgjafann sem verðu of fullur og þarf að fara inní herbergi að sofa úr sér).
Samfylkingin varð fyrir valinu. Þeir vildu færa partíið á stærri stall ESB . Hlutirnir mundu bara batna við að fara þangð inn .En við komum ekki að því hér.
Núna fer að færast fjör í leikinn. Hápunkturinn í Partíinu!!!!!! Tímalínan er kominn að október 2007. Allir að njóta veislunnar eins og menn gátu. Þarna leit út að partíið mundi bara ekkert enda . En viti menn, nú er að renna upp sunnudagsmorgun. Fólk er að týnast úr partíinu því að menn gátu allt í einu ekki fengið lánað lengur hjá útrásarvíkingunum. Þeir vissu alveg af því sko, gestgjafinn vissi það líka, en það mátti bara engin vita. En partíið tók enda á sunnudagshádegi og eðlilega fór folk að sofa úr sér allar veigarnar sem stóðu til boða í partíinu. Nú svo þegar folk vaknar aftur, þá upplifir það eina þá mestu þynnku sem menn geta ímyndað sér. Með dúndrandi hausverk þá fattar folk að það þarf að fara að borga lánin sem menn fengu í partíinu og ekki nóg með það þá þarf að borga þau,,,,,,,,,, tvöfalt sumir þrefalt og aðrir jafnvel fjórfalt til baka. Æ Æ það var engin sem sagði fólkinu það í partíinu.
Nú samfylkingin er ekki eins þunn og sjálfstæðisflokkurinn enda hafði hún bara verið í partíínu í nokkrar mínútur meðan að sjálfstæðisflokkurinn hafði verið frá föstudagskvöldi.
Fókið sem var í partíinu var ekki sátt við sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega ekki þar sem þeir höfðu borið í þá veigar allt partíið, gleymt að segja fólki að það þyrfti að borga. Fólkið vildi nýjan gestgjafa, Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki að hann hafi gert eitthvað vitlaust. En allavega þá ákvað samfylkingin að taka völdin og gerast gestgjafi ásamt vinstri grænum.
En þeir höfðu mjög stuttan tíma til að ná þynnkuni úr fólki. Fólk sem hafði mætt í partíið og skemmt sér manna best vildi ná úr sér þynnkunni STRAX. Því leið illa svona. Nú þessir gestgjafar reyndu sitt besta til að bjarga sem flestum á sem stystum tíma, en ákváðu þau í upphafi að folk fengi að velja sér nýjan gestgjafa innan skamms.
Nú fólki fannst það ekki ná úr sér þynnkunni nógu fljótt og fór að verða aftur pirrað. Gamli gestgjafinn(sjálfstæðisflokkurinn) ákvað að blanda sér í þá baráttu aftur með því að finna allt að nýja gestgjafanum.
Þeir ætla sér að verða gestgjafi aftur. Þeir gera sér ekki grein fyrir að folk er ennþá þunnt eftir gamla partíið og fæstir treysta sér til að mæta. Þó eru alltaf nokkrir sem standa við bakið á sínum mönnum og trúa því innst inni að partíið geti haldið áfram. Gleyma því jafnframt að gamli gestgjafinn ákvað að taka við smá pening frá útrásravíkingunum, Þeir vildu líka innst inni að partíið myndi ekki enda og ákváðu að reyna að gogga smápening að gestgjafanunm til að sjá hvernig hann myndi bregðast við.
Það er aðeins einn af þessum þremur gstgjöfum sem hefur komið hreint fram og sagt að allir þurfi að borga til baka því sem nokkrir eyddu í partíinu. Ekki sanngjarnt en það er nú staðreyndin.
Þetta er eins og ég sé þetta dæmi allt fyrir mér eins og er. Spurning hvort að maður hafi komið þessu frá sér þannig að allir sjái þetta eins og ég er að reyna að láta folk sjá þetta.
Gunnar Bjarnason
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flott grein frændi...en er þá IMF það sama og KFC í þessari samlíkingu? hljómar vel í þynnkunni en svo þegar líða fer á daginn fær maður illt í magann...
Halldór Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:58
Skemmtileg saga Gunni minn en er sorgleg staðreynd
Gulli (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:32
Skemmtileg og góð saga. Það tóku nú einhvernveginn allir þátt í þessu partýi! Gleymum því heldur ekki að það hefur margt gott verið gert undanfarna áratugi.
Þorsteinn Sverrisson, 25.4.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.