7.10.2008 | 16:27
Samsæri
Nú spyr maður sig...........eða meira ég mig. Og eins og málshátturinn segir. Margur heldur mig sig.
Eine og greinilega alþjóð veit þá er ég staddur í Ohio ríki hinu hressa. Og mér hefur gefist mikill tími til að hugsa þess daga sem ég hef verið hérna. Eitt af því sem komið hefur uppí huga mér er samsæri, samsæri íslensku ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstæðu, Eigenda bankanna og já ég ætla að taka svo djúpt í árinni og segja að alþjóðlegi gjaldeyrissjóður íslands og nágrannalanda standi að þessu samsæri. Maður bregður sér af landi brott í nokkra daga, og vitandi þess að ég er staddur í flugvélabraki American airlines annaðhvort frá BOS-ORD eða ORD-TOL. Þá kaupa Geir H og co. Glintir bank eins og ég vil kalla hann á erlendri tungu. Krónan er felld um allavega 25 % gagnavart amerískum dal, En svo svona rétt áður en kjellinn kemur heim þá er krónan styrkt aftur. Það er greinilegt að þessir kallar urðu panikeraðir og hafa greinilega verið að fyljgast með mér og sjá að ég er að koma heim aftur á Fös nk. og þora ekki öðru en að reyna að laga ástandið.
ég er brjálaður. Ég held að það sé hægt að spæla egg á hausnum á mér. og ég er búinn að gráta svo mikið að það er hægt að sjóða egg í augntóftinni þeirri hægri
kv Gunnar B
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.