fá ráðgjöf um meðferð og ÁVÖXTUN

Vinningshafinn í þrefalda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni.  Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardaginn í efstu röðinni á seðlinum hennar.  Er vinningsfjárhæðin 14 milljónir króna.

Fjölskyldan var að horfa á útdráttinn í sjónvarpinu og sáu tölurnar sínar birtast á skjánum.   Þau áttu erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Getspár að þau væru orðin rúmlega 14 milljónum króna ríkari. Vinningurinn er skattfrjáls. Rétt er að taka fram að vinningshafinn fær ráðgjöf hjá KPMG endurskoðun um meðferð og ávöxtun slíkra fjármuna, samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið.

nú spyr maður sig? er rétt hjá fólki að fá ráðgjöf um ÁVÖXTUN peningana. Verður henni kannski ráðlagt að setja peninginn í áhættufjárfestingar? nú janfvel kaupa æi Glitni eða stoðum. 

Ég segi nú bara passaður peninginn dúllan mín og hafðu hann helst undir koddanum!!! ekki að ég sé einhver ráðgjafi sko, fólk má ekki halda það.


mbl.is Ung fjölskylda vann 14 milljónir í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já og alls ekki kaupa neina dollara fyrir peninginn, frekar kaupa gull eða silfur sem þykja víst mjög traustar langtímafjárfestingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38884

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband