Grænmetisréttur

Einn minn stærsti ótti í lífinu er hræðslan mín við að verða svangur. Ástæðan er sjálfsagt sú að í gegnum tíðina þá þegar ég verð svangur fæ ég hausverk eða mígreniskast. Þegar fólk sem er ekki með mígreni segist vera með hausverk þá langar mig að setja á það Andrés önd plástur og segja æi litla greyið er hausverkurinn núna farinn? sem reyndar ég held að virki. Þessi pistill átti nú ekki að fjalla um það. Annar af mörgum óttum í lífinu er sá að "hvernig fer fólk að sem borðar ekki kjöt"? Ég tilheyri semsagt hópi fólks sem borðar kjöt og mikið af því en núna í þessari viku þá er ég búinn að gera tilraun að borða ekki rautt kjöt. Ég gekk meira að segja svo langt að henda, baconi, skinku og pulsum úr ísskápnum til að freistast ekki. Vandamálið mitt er hinsvegar það að ég borða ekki fisk! Á mínum yngri árum voru þetta "helvítis dillur" eins og ástkær móðir mín segir svo oft en á mínum eldri árum hef ég reynt en það hefur lítinn árangur borið. því miður. Það er eitthvað við sjávarbragðið sem ég þoli ekki. En ég er þó búinn að læra að borða humar og risarækjur(sem fást víst ekki heima). En vandamálið við að borða ekki fisk og ætla að sneiða hjá rauðu kjöti er þá það að eftir stendur kjúklingur og kalkúnn! En hinsvegar þá má ekki gleyma grænmetisréttum sem hingað til hefur verið svona "tekið til í kælinum" ástand. Kannski verður breyting á því í framtíðinni, hver veit? Ég er nú ekki hættur að borða rautt kjöt en sé hvað þessi tilraun mín getur staðið lengi :-) 

Hérna kemur einmitt uppskrift af grænmetisrétt sem ég eldaði mér núna í hádeginu. 

1 stk lítil sæt kartafla.

1/3 af meðalstórum Blómkálshaus. 

1/2 laukur 

2 hvítlauksrif

ca 2 cm Engiferrót. 

1 msk philadelphia ostur 

1 msk hnetusmjör. 

lófafylli af Kasjú hnetum 

Fyrst var allt grænmetið skorið niður í viðráðanlegar stærðir og steikt á pönnu þar til vel mjúkt. 

Því næst var hnetunum bætt við. 

Slettu af vatni ásamt philadelphia ostinum og hnetusmjörinu bætti útí. Það látið bráðna niður og hrært vel í á meðan þar til þetta var tilbúið. 

Flóknara var það nú ekki. 

Njótið 

Grænmeti


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband