18.10.2014 | 07:32
Tælensk kjúklingasúpa
Tælensk fannst mér hljóma vel þótt að hún hafi í sjálfum sér ekki haft neitt vegabréf blessunin.
Í flensunni sem gekk yfir í síðustu viku var ákveðið að gera kjúklingarétt. Einhvern veginn á miðri leið breyttist þessi réttur í súpu, sem var alls ekki slæmt.
Í súpuna notaði ég.
2 kjúklingabringur. smátt skornar.
1 laukur smátt skorinn
3 hvítlauksrif smátt skorin.
1 parpika skorin í litla strimla.
3 cm Engifer. Skorið í strimla.
4 sveppir skornir í litlar sneiðar
1 dós kókosmjólk(án eðlunnar sem fannst í krónunni)
500 ml vatn.
Kjúklingakraftur
1 bolli Hrísgrjón . til að setja í botninn á skálinni.
Chillikrydd(átti ekki ferskan chilli) best væri að nota Einn ferskan chilli, með fræjum ef maður vill hafa hana sterkari, annars án fræja.
Salt og pipar.
Hrísgrjónin eru soðin í potti, ég hef farið yfir þetta áður. 1 hluti hrísgrjón, 2 hlutar vatn. Soðin þar til að vökvinn er nánast búinn. þ.e. kominn af yfirborði hrísgrjónanna. þá er slökkt undir. ca. 15-20 mín seinna eru grjónin tilbúin.
Kjúklingurinn er steiktur þar til hann er tilbúinn og settur til hliðar. Kryddaður með salti pipar og chilli.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru steiktir í stutta stund uppúr olíu í potti sem á að nota undir súpuna. Paprikunni, engiferinu og sveppunum er bætt útí og steikt í svolitla stund. Hljóma 5 mínútur vel? Kryddað með salti, pipar og chilli. Vatninu bætt í pottinn ásamt kjúklingakraftinum. Þessu er leyft að sjóða í ca 10 mín. Þá er kókosmjólkinni bætt útí, leyft að sjóða í 3-4 mín, kjúklingnum bætt útí, hrært saman og smakkað til með salti og pipar.
Súpan er borin fram þannig að það eru sett hrísgrjón í botninn(má setja soya sósu og/eða sweet chilli sósu) á skál og súpan sett þar yfir. Meira að segja þá sló þetta í gegn hjá krökkunum.
Verði ykkur að góðu.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.