14.10.2014 | 17:36
Gulrótar og tómatsúpa.
Uppskrift af þessari súpu fann ég inná ljúfmeti. Ég held að einhver hafi "lækað" þetta á facebook. En það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvar eða hvernig þessi uppskrift fannst. hún stendur fyrir sínu.
Hugsanlega fellur þetta inní 248kr rammann hjá fjármálaráðuneytinu. hver veit.
Allavega þá var þetta innihaldið.
Olívuolia til að steikja uppúr.
8 meðalstórar gulrætur
4 frekar stórir tómatar.
1/2 laukur.
2 hvítlauksrif.
1 dós kókosmjólk.
salt og pipar.
kúmen or kóríander krydd.
Kjúklingakraftur. 1-2 tengingar.
Vatn, rétt til að fljóta yfir hráefnið þegar það var komið í pottinn.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru skornir smátt niður og mýktir vel í potti(nógu stórum fyrir súpuna).
Tómatarnir og gulræturnar eru skornar smátt niður og bætt útí pottinn. þetta er kryddað með salti, pipar, kúmeni og kóríander. Steikt í svona um það bil 2-3 mínútur og hrært vel í á meðan.
Vatninu er bætt útí þar til það flýtur rétt yfir hráefninu. Þessu er leyft að sjóða við vægan hita í ca. 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Ég setti einn kjúklingatening útí og bætti við salti og pipar. Að tímanum liðnum þá er súpan maukuð í pottinum með töfrasprota, Okkar sproti hefur nú ekki meira töfra en það að hann getur rétt framleitt hávaðann sem þarf til þannig að súpan var smá "chunky" þó alls ekki verri fyrir vikið. Kókosmjólkinni bætt útí og smakkað til með með meira salti, pipar og jafnvel kjúklingakrafti.
Þetta var unaður í súpuskál.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.