9.10.2014 | 17:01
Gunnversk Gúllassúpa
Gúllassúpur geta verið frábærar. Eins og þessi.
Innihald í þessa súpu var.
1 kg gott nautagúllas.
1 papríka.
1 laukur.
3-4 hvítlauksrif.
ca 200 gr. Sveppir.
4 kartöflur.
4 gulrætur
200 ml rjómi.
1 líter vatn
kjötkraftur
Svo má bæta við rjómaosti en hann átti ég ekki að þessu sinni. Einnig má nota kókosmjólk, langar að prófa það næst. Allavega þá fóru herlegheitin þannig fram að þessu sinni.
Kjötið er skorið í lítla gúllasbita, við erum svo heppinn að þeir skera fyrir okkur í búðinni við hliðina hjá(eins og krakkarnir segja). Kjötið er brúnað mjög vel í meðalstórum potti, saltað og piprað vel, ég setti líka chillikrydd, svo má bæta við nánast þeim kryddum sem maður vill, t.d. kúmen og kóríander. Líter af vatni bætt útí. Þessu er leyft að sjóða í ca. klukkutíma. Laukurinn og hvítlaukurinn er skorinn smátt og steiktur á pönnu þar til hann er mjúkur, muna að það þarf ekki mikið til að brenna hvítlaukinn. Sveppirnir er skornir í sneiðar, paprikan er skorinn í ræmur, þessu er bætt við og steikt í smá stund eða þar til grænmetið er allt saman mjúkt og tilbúið. Ég leyfði þessu svo að bíða á pönnuni.
Kartöflurnar og gulræturnar eru skornar í munnstóra bita. Þegar um 40 mín eru eftir af suðutímanum, þá er kartöflunum bætt útí pottinn og þegar ca 20 mín eru eftir af suðutímanum er gulrótunum(mega vera lengur ef vill) ásamt restinni af hráefninu bætt útí. Á þessum tímapunkti setti ég 1 nautatening, svo meira salt og pipar, ef ykkur finnst þetta og dauft má auka við annað hvort kjötkraft, salti, pipar eða chilli. Ég var að hugsa um krakkana. þetta fer allt eftir því hvað maður vill hafa þetta sterkt, saltað eða piprað eftir þörfum. Rjómanum bætt við í blálokin og hrært vel saman við í nokkrar mínútur.
Gunnversk gúllassúpa. gjöriði mér svo vel.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.