Súkkulaðikaka eða kaka í potti.

Ég held ég byrji allar Bökunarfærslur á því sama. Hún Helena mín hefur séð um baksturinn á þessu heimili. Hún heldur því áfram í þessari færslu og stendur sig alltaf eins og hetja.

Ein vinsælasta kakan á þessu heimili ásamt marengskökunni, sem við komum að síðar, er kaka í potti eins og hún kallar, ástæðan fyrir þessari köku er sú að hérna í Tyrklandi búum við ekki svo vel að eiga hrærivél og þessi hentar vel í svona hrærivélalausan bakstur.  þessi er alveg yndislega fáránlega góð súkkulaðikaka.

Innihald 

130 gr mjólkursúkkulaði

130 gr dökkt súkkulaði

180 gr smjör 

 2 tsk neskaffi, þetta fer svolítið eftir stemmningunni hverju sinni. Stundum meira kaffi, stundum minna. Stundum ekki neitt. 

2 dl Sykur

4 Egg

2 tsk vanillu sykur

1/2 tsk lyftiduft

1/2 Dl. hveiti.

Aðferð 

Ofninn er hitaður í 175°C. 24 cm bökunarform er smurt að innan með smjöri og bökunarpappír er settur í botninn.  Súkkulaðið er brotið niður, brætt við vægan hita ásamt smjörinu og hrært í að meðan með písk. Potturinn er tekin af hellunni og látið kólna í smá stund. Á meðan e rneskaffið mulið í morteli mjög smátt og bætt útí pottinn ásamt sykrinum og eggjunum. Þetta er hrært vel saman með písk þar til blandan er orðin slétt. 

Hveiti, Vanillusykri og lyftidufti er blandað saman og sigtað ofaní pottinn, aftur er þetta pískað saman þangað til að blandan er orðin slétt. 

Deiginu er hellt ofaní bökunarformið og bakað í ca. 45-50 mínútur eða þangað til að það hættir að heyrst "bubbluhljóð" þegar maður leggur kökuna uppað eyranu, án þess að brenna sig þó Grin en muna að fylgjast með vel kökunni þar sem hún má vera blaut í miðjunni.  

Kremið.

70 gr dökkt súkkulaði.

70 gr mjólkursúkkulaði.

1 msk smjör

1 msk mjólk.

þetta er brætt og  hrært vel saman þar til það er búið að ná réttri þykkt á kremið, stundum meiri mjólk eða minni, allt fer eftir hvað maður vill hafa kremið þykkt. það má setja á kökuna þótt hún sé ennþá heit.  

Ef svo ólíklega vill til að það sé eitthvað eftir af kökunni þá er hún alveg virkilega góð "daginn eftir" kaka.  


2014-09-21 09.53.37

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband