Kjúklingur Tikka Masala

Það rann upp enn einn dagurinn þar sem við höfðum kjúkling. Að þessu sinni ákváðum við að halda austur fyrir alla leið til Indlands(er ekki Tikka Masala Indverskt?) Skiptir kannski ekki öllu. Kjúklingurinn var að eigin sögn með Tyrkneskt vegabréf og þar við situr. 

Ég fann uppskrift inná ljufmeti.com þar sem viðkomandi hafði eldað eftir uppskrift frá Jamie Oliver, sem hafði örugglega fengið hana hjá einhverjum öðrum o.s.frv. Smile Þar sem við gátum ekki nálgast hluta af hráefninu þá var þetta sniðið að okkar Tyrknesku þörfum. 

Engu að síður þá er innihaldið sem ég notaði eftirfarandi.

4 hvítlauksrif

ca 5 cm engifer, engiferið var frekar þykkt, en magnið var gott, Ef engiferið er mjórra þá lengri bút ef þykkara þá styttri bút.

1 grænt chilli, fræhreinsað

1 msk sinnepsduft(grounded mustard)

1 msk paprikuduft

2 tsk Kúmen

2 tsk kóriander

3 msk garam masala

200 gr jógúrt

4 kjúklingabringur, skornar í grófa bita

1 msk smjör

2 miðlungs laukar, afhýddir og skornir í fínar sneiðar

2 msk tómat purée

lítið handfylli af fínmöluðum cashew hnétum

sjávarsalt

200 ml rjómi

safi af 2 lime

Engiferið og hvítlaukurinn eru rifin á fínu rifjárni og sett í skál. Chilli-ið er skorið mjög fínt niður og bætt útí ásamt Sinnepsduftinu, kúmeni, Kóríander og 2 msk af garam masala. helmingnum af blöndunni er sett í aðra skál ásamt kjúklingnum og jógúrtinu. Þessu er hrært vel saman og látið standa í 30 mín eða lengur, það verður ekki verra fyrir vikið. 

Smjörið er brætt á pönnu og laukurinn steiktur, restinni af kryddblöndunni er bætt á pönnuna og þessu leyft að malla í ca 15 mínútur við vægan hita.

Tómat puré, hnetunum, ca. hálfum lítra af vatni ásamt salti er bætt útá pönnuna, þessu er hrært saman og látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur. 

 Þar sem við eigum ekki grill þá byrjaði ég á að steikja nokkra bita, það var ekki að gera sig þar sem pannan er ekki alveg að höndla mikið marinerað hráefni. Ég mæli með að fólk reyni að grilla kjúklingabitana. Ég steikti þá í ofni sem var alls ekki slæmt í sjálfum sér en eins og ég segi þá mæli ég með að grilla þá við háan hita.

Sósan er hituð aftur og rjómanm og restinni af garam masala bætt útí, sósan er smökkuð til með kryddum ef fólk vill meira eða minna af einhverju kryddinu.. þegar suðan er kominn upp þá er slöökt undir og kjúklingnum og lime safanum bætt útí og hrært varlega saman.

Við bárum þetta fram með hrísgrjónum. Naan brauð væri ákjósanlegt en við notuðum hvítt brauð sem er alls ekki slæmt.

 þetta var helv...... gott.

 

2014-09-19 19.58.41

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband