20.9.2014 | 08:50
Kjúklingur í kókosmjólk og Ananas safa(daginn eftir)
Oft er það nú þannig í þessum heimi að fólk, við meðtalin, veit ekki alltaf hvað það á að gera við þessa svokölluðu afganga. það er synd að henda mat og af því er alltof mikið gert. ALLTOF MIKIÐ, já heyriði það.
Þennan rétt vorum við með um daginn
http://gunnarbjarnason.blog.is/blog/gunnarbjarnason/entry/1445595/
Þar sem það var nóg eftir í aðra máltið þá tók rétturinn á sig töluvert aðra mynd og er kannski ósanngjarnt að kalla hann sama nafni. þar til annað og betra nafn er fundið þá heldur hann þessu nafni. þ.e Kjúklingur í kókosmjólk og ananas safa(daginn eftir).
Það sem við gerðum var að blanda saman hrísgrjónunum og kjúklingaréttinun í einn pott.
bætt við rjóma(ca 200 ml, fer eftir magni af afgöngum), salti og pipar, kjúklingakrafti til að rífa upp bragðið þar sem hrísgrjónin stela svolítið af bragðinu af sósunni. þetta er hitað þar til að þetta er orðið að mjúkri og fínni grýtu.
Að þessu sinni var þetta borið fram með ristuðu brauði og bragðaðist svona fantavel.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.