14.9.2014 | 08:25
Kjúklingaréttur
Eftir langt og strangt blogg"bann" þá er mig farið að langa til að blogga aftur. Er búinn að lofa sjálfum mér að vera duglegum og ætla að reyna að standa við það. Fólk má samt ekki halda að við höfum ekkert borðað í hálft annað ár. því fer fjarri. Allavega þá vorum við með þennan dýrindis kjúklingarétt í gær.
Innihald.
3 kjúklingabringur. skornar í litla bita.
1 meðastór paprika. skorin í strimla.
1 Kúrbítur skorinn í strimla.
1 Brokkolí haus. Brokkolíið skorið í þægilega stærð.
1/2 laukur skorin niður.
1 hvítlauksrif skorið smátt.
ca 10 meðalstórir sveppir.
1 gulrót skorin í strimla.
Teriyaki sósa
salt, pipar og Chilliduft(átti ekki ferskt chilli)
Ég byrjaði á því að sjóða brokkolíið í ca 3 mín og lét það standa í smá stund í pottinum eftir að slökkt var undir.
Fyrst er kjúklingurinn steiktur á pönnu þar til hann er næstum tilbúin, saltaður, pipraður og örlítið að chilli dreift yfir, magn fer eftir smekk á styrkleika. Í lokin er svo ca. 1-2 matkeiðum af teriyaki sósu hellt yfir og leyft að sjóða örlítið niður. Kjuklinigurinn er settur til hliðar og grænmetið steikt í framhaldi á sömu pönnu. Í þetta skiptið vildi ég ekki steikja það of mikið þar sem ég vilda hafa það líka smá stökkt. þetta er allt saltað, piprað, "chilliað" og svo helli ég smá Teriyaki, eða jafnvel soya yfir. svo í lokin set ég brokkolíið og kjuklinginn útí og leyfi kjúklingnum að klárast, núna setii ég örlitla rönd af sweet chilli sacue yfir, en það er frjálst val eins og allt annað, ásamt þessu þá set ég fet ost yfir og þegar hann er að mestu bráðin þá er hægt að bera þetta fram. Þar sem elsta dóttirin var svo svöng þá fékk hún að borða meðlætið sem ég hafði hugsað með þannig að þetta var borið fram með hrísgrjónum., sem er alls ekki slæmt.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.