7.4.2013 | 13:52
Heitur réttur
Hver kannast ekki við það þegar það er ekkert til í ísskápnum.
Það kom svoleiðis dagur um daginn.
þá fer maður í TTK fílinginn. Tekið til í kælinum nánar tiltekið.
Ég átti hrísgrjón frá því deginum áður.
Smá skinka var til
Örfáir sveppir
Laukur
rjómaost á ég yfirleitt í ísskápnum
svo átti ég líka rjómaslettu sem var ekki útrunninn. Þökk senýju umbúðunum.
Með þetta hráefni var um að gera að búa til heitan rétt. Sem er einmitt svo vinsæll um þessar mundir í fermingarveislunum.
ég skar niður allt hráefnið og steikti það á pönnu, kryddaði vel með salt og pipar ásamt örlitlu af cayenne pipar, eða hverju því kryddi sem fólki dettur í hug, Brauð reif ég niður og setti í botninn á eldföstu móti.
Hrísgrjónin setti ég svo í pott ásamt rjóma og rjómosti. Leyfði hitanum að koma vel upp, hrærði vel í til að dreifa köldum hrígrjónunum, setti einn grænmetiskraft ásamt mildu Karrí. Blöndunni bætti ég svo útá pönnuna með restinni af hráefninu, hrærði vel saman og passaði að sósan væri mjög þunn. Það er gert til þess að hún væti vel uppí brauðinu. Sumir nota Aspassafa til að væta í brauðinu en það var ekkert slíkt til að þessu sinni á heimilinu.
Ég setti svo ost yfir allt saman og setti inní ofn í ca 25-30 mín við 180°eða þar til osturinn var gullinbrúnn og fallegur.
Þetta klikkar ekki og mér finnst þetta alltaf jafngott.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.