1.4.2013 | 15:36
Partíbollur
Einhvern tímann heyrði ég að þetta hefði verið kallað "partíbollur". ég hef haldið mið við það nafn síðan og mun gera það í framtíðinni.
En að eldamennskunni sjálfri.
Þetta er í sjálfum sér ekki ýkja flókin matargerð, en vissulega er það þannig að ef maður kann ekki eitthvað getur það virst flókið í fyrstu.
Í þetta notaði ég:
einn pakki Nautahakk, um 500 gr.
1/2 Rauðlaukur.
1 Egg
2 Msk Haframjöl
ca. 1/4 pakki ritzkex.
Taco mix krydd frá Santa Maria.
um 1/2 Msk hveiti.
Innihaldið má í sjálfum sér vera hvað sem er, sama gildir um kryddið, bara það sem hentar hverju sinni.
Þessu var öllu blandað vel saman í skál, passa að kexið myljist vel niður. Svo bjó ég til nettar kúlur úr þessu öllu saman. smá hveiti notað til að búa til kúlurnar.
Kúlurnar voru svo steiktar vel á pönnu á öllum hliðum(ef það eru hliðar á kúlum) :-). svo er þetta sett í eldfast mót og látið klárast í ofni við um 180° í ca 10 mín.
Meðlætið var einfalt. Hrisgrjón. Ég sýð hrísgrjón þannig að ég nota 1:2 aðferðina. Í þessu tilfelli notaði ég einn bolla hrísgrjón og tvo bolla vatn. Þegar suðan er kominn upp, þá er slökkt undir viðkomandi hellu og grjónin klárast þar á. líka má taka grjónin af hitanum í smá stund og setja þau aftur á helluna(með slökkt vitanlega).
ég gerði tilraun með sósu sem ég var ekki ánægður með þannig að ég læt það eiga sig að etja hann hér inn. Hefðbundin "chilli" sósa hentar vel með þessu.
Njótið!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefurðu prófað að grilla bollurnar í ofni? Ég smyr plötu með örlítilli olíu, raða bollunum á og inn i ofn, svo þarf bara að snúa þeim varlega þegar tíminn er ca. hálfnaður. Minni steikingarlykt í eldhúsinu og þú þarft ekki að standa yfir pönnunni. Win-win.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 15:58
sæl
Ég hef reyndar ekki prófað það, finnst alltaf steikingin vera svo "traust". En prófa það næst :-)
Gunnar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.