Kjúklingasalat

Um daginn gerði ég kjúklingasalat. Í gær gerði ég líka kjúklingasalat. Þau voru svo ólík að ebony and ivory gætu verið einneggja tvíburar við hlið þessa tveggja salata. 

Allavega þá var þetta kjúklingasalat með eftir farandi hráefnum.

Einn poki spínat.

Heill Kjúklingur.

Feta ostur, magn eftir smekk.

Hálft bréf beikon.

3 Brauðsneiðar.

 Aðferð.

Kjúklingurinn var eldaður í ofni í um klukkutíma við 180°C með blæstri og ég kryddaði hann með Season kryddi.  Beikonið var skorið í bita, steikt á pönnu þar til stökkt og svo lét ég fituna leka af í sigti. Brauðsneiðarnar voru ristaðar í ofni, ég pressaði hvítaluk og dreifði jafnt yfir ásamt smá ólífuolíu og salti. Þegar brauðið var hæfilega ristað skar ég það í teninga. 

Þegar kjúklingurinn var tilbúinn tók ég skinnið af honum og reif hann niður og setti útí spínatið. Beikonið og brauðteningarnir fóru þar á eftir í skálina, svo endaði ég á því að setja fetaostinn og slatta af olíunni með. Sumir vilja mikið af fetaosti og aðrir lítið. Hver og einn verður að finna það magn sem hentar honum/henni.  

Gjöriði svo vel og njótið. Þetta er virkilega góður hollur og léttur kvöldmatur :-)

kjúklingasalat 1

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband