20.1.2013 | 12:47
Muffins.
Hún Helena mín sér yfirleitt um baksturinn á þessu heimili og stendur sig eins og hetja þegar kemur að þeim efnum.
Um daginn átti Alexandra yngri stelpan okkar afmæli og bauð stelpunum á deildinni sinn í afmæli, 18 stykki takk fyrir. Alexandra vildi hafa prinsessuþema, muffins og pizzu, það var ekki svo slæmt. Helena sá um muffins kökurnar og ég um pizzurnar.
Helena prófaði að minnka sykurmagnið um tæp 40% og þær urðu ekki verri fyrir vikið.
Svona er uppsrkiftin af þeim.
300 gr hveiti
200 gr sykur
4 msk kakó
130 gr lint smjör
1 tsk lyfitduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 desilítri mjólk(við stofuhita)
2 stór egg.
Öllu hráefninu er blandað samn í hrærivél þangað til að deigið verður ljósbrúnt og kekkjalaust.
skipt í form, fyllt að ca 1/3. Bakað við yfir og undirhita, ekki með blæstri við 180°C í 15-17 mín
Kremið.
500 gr lint smjör
400 gr flórsykur
2-3 msk sýróp
matarlitur. Bleikur í þessu tilfelli.
Þegar muffins kökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað yfir. Núna notaði hún rósastút þannig að útkoman varð svona líka falleg. Í lokin er örlitlum lituðum sykri stráð yfir til skrauts.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geðveikt flottar muffur Helena, þær flottustu sem ég hef séð :)
Jóna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.