Tælensk kjúklingasúpa

Tælensk fannst mér hljóma vel þótt að hún hafi í sjálfum sér ekki haft neitt vegabréf blessunin. 

Í flensunni sem gekk yfir í síðustu viku var ákveðið að gera kjúklingarétt. Einhvern veginn á miðri leið breyttist þessi réttur í súpu, sem var alls ekki slæmt.

Í súpuna notaði ég.

2 kjúklingabringur. smátt skornar.

1 laukur smátt skorinn

3 hvítlauksrif smátt skorin.

1 parpika skorin í litla strimla.

3 cm Engifer. Skorið í strimla.

4 sveppir skornir í litlar sneiðar

1 dós kókosmjólk(án eðlunnar sem fannst í krónunni)

500 ml vatn.

Kjúklingakraftur 

1 bolli Hrísgrjón . til að setja í botninn á skálinni.

Chillikrydd(átti ekki ferskan chilli) best væri að nota Einn ferskan chilli, með fræjum ef maður vill hafa hana sterkari, annars án fræja.

Salt og pipar.

Hrísgrjónin eru soðin í potti, ég hef farið yfir þetta áður. 1 hluti hrísgrjón, 2 hlutar vatn. Soðin þar til að vökvinn er nánast búinn. þ.e. kominn af yfirborði hrísgrjónanna. þá er slökkt undir. ca. 15-20 mín seinna eru grjónin tilbúin.  

Kjúklingurinn er steiktur þar til hann er tilbúinn og settur til hliðar.  Kryddaður með salti pipar og chilli. 

Laukurinn og hvítlaukurinn eru steiktir í stutta stund uppúr olíu í potti sem á að nota undir súpuna. Paprikunni, engiferinu og sveppunum er bætt útí og steikt í svolitla stund. Hljóma 5 mínútur vel? Kryddað með salti, pipar og chilli.  Vatninu bætt í pottinn ásamt kjúklingakraftinum. Þessu er leyft að sjóða í ca 10 mín. Þá er kókosmjólkinni bætt útí, leyft að sjóða í 3-4 mín, kjúklingnum bætt útí, hrært saman og smakkað til með salti og pipar.

Súpan er borin fram þannig að það eru sett hrísgrjón í botninn(má setja soya sósu og/eða sweet chilli sósu) á skál og súpan sett þar yfir. Meira að segja þá sló þetta í gegn hjá krökkunum. 

Verði ykkur að góðu.  

2014-10-14 19.11.43

 

 

 


Bloggfærslur 18. október 2014

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 39224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband