Kjúklingabringur með spínati, fetaosti og sætum kartöflum

Við feðgarnir vorum einir heima um daginn og það vantaði einhvern góðan og einfaldan rétt á þriðjudagskvöldi. Því var tilvalið að skella upp einum traustum kjúklingarétti. Alli vinnufélagi minn sagði mér frá þessum rétti fyrir einhverjum 2 árum síðan og hef ég haft hann nokkrum sinnum síðan. Einfaldur en þrælgóður og ekki má gleyma hollustunni.

 Innihald.

3 Kjúklingabringur

1 box af spínati frá lambhaga.

1 sæt kartafla

1/2 krukka Feta ostur

c.a helmingur af olíu úr einni fetaostkrukku.

 

Spínatinu er dreift í eldfast mót. Sætar katöflur eru skornar í teninga og settar yfir spínatið. Fetostinum er dreift þar ofaná og einnig olían.

Þetta er sett inní 180° ofn í svona 20 mín á blæstri. Á meðan eru kjúklingabringunum lokað vel á pönnu, kryddaðar með salti og pipar. Þegar 20 mín eru liðnar eru kjúklingabringurnar settar í eldfasta mótið og eldaðar með í ca. 10 mín. eða þar til kjúklingarbingurnar eru tilbúnar.

 

Verði ykkur að góðu.  

Kjúklingaréttur

 


Bloggfærslur 24. mars 2013

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband