Kjúklingasalat

Ég sagði við mína heittelskuðu að í kvöld skyldi hún fá eitt svakalegasta "afgangasalat" í kvöldmatinn. Ég veit nú ekki hvort það var raunin en allavega þá vorum við með kjúkling í gær, það var smá afgangur og tilvalið að skella í eitt salat í matinn í kvöld. 

Í þetta salat notaði ég.

Afgang af heilum kjúklingi.

1 lítið Mangó.

tæplega 1/2 Rauðlauk.

1 Gulrót.

1/2 poka Kóngasalat.

1 Tómat.

1 poka af Kasjúhentum.

Feta ost og Balsamic edik. 

Ég reif kjúklinginn í hæfilega bita. Gulrótin var rifinn niður í rifjárni. Tómatarnir, laukurinn og mangóið skorið í hæfilega bita. Kóngasalatið skolað og sett í skál, Tómötum, lauk og mangóinu skellt útí. Hneturnar þurrristaði ég á pönnu. Þegar þær voru tilbúnar skellti ég þeim útí ásamt kjúklingnum. 

Þessu var öllu blandað vel saman og sett í skál. Fetaostur og smá olí sett útá, ég setti hjá mér örlítið balsamic edik. Í lokin setti ég örlítið af svörtum pipar, fyrir kickið.

Mikið var þetta nú gott.

Kjúklingasalat

 


Bloggfærslur 7. febrúar 2013

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband