22.9.2008 | 09:24
Atlantsolía
Sælt veri fólkið eða eins og segir í biblíunni sælir eru fátækir.
Ég set mig nú samt ekki í flokk fátækra. ég er ekki það peningaþurfi eins og einn ágætur maður sagði. Hef það bara ágætt eins og einhver annar sagði. Allavega þá fór ég um helgina að pæla því ágæta fyritæki Atlantsolíu eða kannski frekar tilgangi þess fyrirtækis. Þegar að þeir komu á markað þá verslaði ég alltaf við Shell. Og ætlaði að halda því áfram en einn góður maður sem ég þekki vel fékk mig til að "skipta". Ástæðan sem hann nefndi var einfaldlega "þetta er bara principp" OK...... ég lét tilleiðast og fór að versla við þá. Fékk mér dælulykill og alles. Þess má geta áður en lengra er haldið að ég versla við enn þann dag í dag og nánast eingöngu af því að það er þægilegt að nota þennan dælulykil. Atlantsolía átti víst að auka samkeppni á markaðnum en ég get ekki séð að þeir geri það, Vitanlega hljóta hin fyrirtækin að græða aðeins minna, En samt sem áður hef ég lúmskan grun að atlantsolía sé hrienlega að reyna að græða sem mest. Þeir virðast aldrei geta verið með lægsta verðið. Og mér finnst þeir ekki geta falið sig bakvið neit að mínu mati. Og Það er alltaf verið að tala um að sniðganga hinn og sniðganga þennan. En einhvern veginn finnst mér atlantsoía týnast í umræðunni(það getur nú líka veríð ég svosem). Því spyr ég. Af hverju á ég að halda áfram að versla við þá ef þeir geta ekki verið ódýrastir? ég vona að fólk skilji hvert ég er að fara með þessari pælingu.
kv Gunnar Bjarnason
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. september 2008
Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar