24.3.2013 | 12:12
Kjúklingabringur með spínati, fetaosti og sætum kartöflum
Við feðgarnir vorum einir heima um daginn og það vantaði einhvern góðan og einfaldan rétt á þriðjudagskvöldi. Því var tilvalið að skella upp einum traustum kjúklingarétti. Alli vinnufélagi minn sagði mér frá þessum rétti fyrir einhverjum 2 árum síðan og hef ég haft hann nokkrum sinnum síðan. Einfaldur en þrælgóður og ekki má gleyma hollustunni.
Innihald.
3 Kjúklingabringur
1 box af spínati frá lambhaga.
1 sæt kartafla
1/2 krukka Feta ostur
c.a helmingur af olíu úr einni fetaostkrukku.
Spínatinu er dreift í eldfast mót. Sætar katöflur eru skornar í teninga og settar yfir spínatið. Fetostinum er dreift þar ofaná og einnig olían.
Þetta er sett inní 180° ofn í svona 20 mín á blæstri. Á meðan eru kjúklingabringunum lokað vel á pönnu, kryddaðar með salti og pipar. Þegar 20 mín eru liðnar eru kjúklingabringurnar settar í eldfasta mótið og eldaðar með í ca. 10 mín. eða þar til kjúklingarbingurnar eru tilbúnar.
Verði ykkur að góðu.

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 11:11
Lax, sætar kartöflur, spínat og kúrbítur.
það er ekki orðið frásögurfærandi þegar það er slegið upp veislu hér í laufenginu en það var gert á mánudaginn og í þetta sinn fór í undir yfirborð hinna íslensku laxveiðiáa og náði í hráefni þaðan.
Jú Lax var það heillin sem fékk þann heiður að vera eldaður hér í laufenginu. Reyndar til að segja sannleikann þá voru þetta laxabtar keyptir í bónus en voru kannski ekkert síðri fyrir vikið. Ég smakkaði lax í fyrsta skipti á food and fun þegar við fórum á grillmarkaðinn.
Hráefni
Laxabitar með roði.
Engifer u.þ.b 1 Cm
Chilli u.þ.b. 1/4 fræhreinsaður.
Sítrónusafi úr hálfri sítrónu
sítrónubörkur af hálfri sítrónu.
Ein sæt kartafla
Einn poki af spínati
Einn kúrbítur.
og c.a 5 msk af sojasósu.
Engierferið og sítrónubörkurinn eru rifinn með rifjárni og sett í skál. Chilli er skorið smátt og bætt útí skálina. sítrónusafinn og sojasósunni skellt útí og þessu blandað vel saman.
Ég setti laxabitana á ofnskúffu og setti marenerinunga yfir. Passaði mig þó að hafa ekki of mikið, eins og ég sagði áður þá var að smakka lax í annað skiptið og elda hann í fyrsta skiptið. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu mikið af mareneringu ég þyrfti og ákvað að hafa minn heldur en meira.
Laxinn var svo steiktur uppúr smá olíu, saltaður og pipraður. Hann fékk svo að vera á pönnuni í ca. 3 mín með roðhliðina niður. Svo færði ég hann yfir á ofnskúffu og kláraði í ofni í ca 7-8 mín við 180°C á blæstri. Það reyndist svo vera fín eldun á laxinum, allavega eldasðit hann ekki of mikið.
Sætu kartöflurnar skar ég í teninga. Setti Spínatið í eldfast mót og kartöflurnar þar yfir. Ólífuolíu var dreift yfir ásamt salti og pipar. Þetta var eldað í ca. 25 mín við 180°C með blæstri.
Eitt besta meðlæti sem ég fæ er steiktur kúrbítur. Hann er skorinn í sneiðar, steiktur í olíu og saltaður og pipraður. Hreinn unaður að borða.
Þessu öllu var svo raðað "fagmannlega" uppá disk og allir nutu til hins ýtrasta, undirritaður var þá ekki yfir sig hrifinn og þarf meiri reynslu í laxinum. :-)

Um bloggið
Gunnar Bjarnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 39230
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar