Daginn eftir Tælensk kjúklingasúpa

Eins og þetta langa og greinargóða nafn gefur til kynna þá er það einmitt þannig sem við nýttum afganginn af tælensku kjúklingasúpunni sem sjá má hér. http://gunnarbjarnason.blog.is/blog/gunnarbjarnason/entry/1475791/

þar sem við höfðum sett til hliðar kjúkling fyrir krakkana þá var tilvalið að nota hann þar sem krakkarnir átu súpuna eins og engin væru morgundagurinn. Einnig var afgangur af hrísgrjónunum frá þvi daginn áður. 

Þannig að við notuðum afganginn frá því daginn áður, settum kjúklinginn sem við höfðum sett til hliðar, restina af hrísgrjónunum. So rifum við niður ost og settum yfir, þessu stungið inní ofn þar til þetta var tilbúið. Kannski 15-20 mínútur. Í þessu tilfelli þurfti ekkert annað að gera en að blanda þessu öllu saman, stundum gæti þurft að "lífga" aðeins uppá þetta með kryddum en það slapp núna :)

Þetta var frábært!

2014-10-15 19.01.50

 


Tælensk kjúklingasúpa

Tælensk fannst mér hljóma vel þótt að hún hafi í sjálfum sér ekki haft neitt vegabréf blessunin. 

Í flensunni sem gekk yfir í síðustu viku var ákveðið að gera kjúklingarétt. Einhvern veginn á miðri leið breyttist þessi réttur í súpu, sem var alls ekki slæmt.

Í súpuna notaði ég.

2 kjúklingabringur. smátt skornar.

1 laukur smátt skorinn

3 hvítlauksrif smátt skorin.

1 parpika skorin í litla strimla.

3 cm Engifer. Skorið í strimla.

4 sveppir skornir í litlar sneiðar

1 dós kókosmjólk(án eðlunnar sem fannst í krónunni)

500 ml vatn.

Kjúklingakraftur 

1 bolli Hrísgrjón . til að setja í botninn á skálinni.

Chillikrydd(átti ekki ferskan chilli) best væri að nota Einn ferskan chilli, með fræjum ef maður vill hafa hana sterkari, annars án fræja.

Salt og pipar.

Hrísgrjónin eru soðin í potti, ég hef farið yfir þetta áður. 1 hluti hrísgrjón, 2 hlutar vatn. Soðin þar til að vökvinn er nánast búinn. þ.e. kominn af yfirborði hrísgrjónanna. þá er slökkt undir. ca. 15-20 mín seinna eru grjónin tilbúin.  

Kjúklingurinn er steiktur þar til hann er tilbúinn og settur til hliðar.  Kryddaður með salti pipar og chilli. 

Laukurinn og hvítlaukurinn eru steiktir í stutta stund uppúr olíu í potti sem á að nota undir súpuna. Paprikunni, engiferinu og sveppunum er bætt útí og steikt í svolitla stund. Hljóma 5 mínútur vel? Kryddað með salti, pipar og chilli.  Vatninu bætt í pottinn ásamt kjúklingakraftinum. Þessu er leyft að sjóða í ca 10 mín. Þá er kókosmjólkinni bætt útí, leyft að sjóða í 3-4 mín, kjúklingnum bætt útí, hrært saman og smakkað til með salti og pipar.

Súpan er borin fram þannig að það eru sett hrísgrjón í botninn(má setja soya sósu og/eða sweet chilli sósu) á skál og súpan sett þar yfir. Meira að segja þá sló þetta í gegn hjá krökkunum. 

Verði ykkur að góðu.  

2014-10-14 19.11.43

 

 

 


Gulrótar og tómatsúpa.

Uppskrift af þessari súpu fann ég inná ljúfmeti. Ég held að einhver hafi "lækað" þetta á facebook. En það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvar eða hvernig þessi uppskrift fannst. hún stendur fyrir sínu. 

Hugsanlega fellur þetta inní 248kr rammann hjá fjármálaráðuneytinu. hver veit.

Allavega þá var þetta innihaldið.

Olívuolia til að steikja uppúr. 

8 meðalstórar gulrætur

4 frekar stórir tómatar.

1/2 laukur.

2 hvítlauksrif.  

1 dós kókosmjólk.

salt og pipar.  

kúmen or kóríander krydd.  

Kjúklingakraftur. 1-2 tengingar.  

Vatn, rétt til að fljóta yfir hráefnið þegar það var komið í pottinn.  

Laukurinn og hvítlaukurinn eru skornir smátt niður og mýktir vel í potti(nógu stórum fyrir súpuna).

Tómatarnir og gulræturnar eru skornar smátt niður og bætt útí pottinn. þetta er kryddað með salti, pipar, kúmeni og kóríander. Steikt í svona um það bil 2-3 mínútur og hrært vel í á meðan.

Vatninu er bætt útí þar til það flýtur rétt yfir hráefninu. Þessu er leyft að sjóða við vægan hita í ca. 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Ég setti einn kjúklingatening útí og bætti við salti og pipar. Að tímanum liðnum þá er súpan maukuð í pottinum með töfrasprota, Okkar sproti hefur nú ekki meira töfra en það að hann getur rétt framleitt hávaðann sem þarf til þannig að súpan var smá "chunky" þó alls ekki verri fyrir vikið. Kókosmjólkinni bætt útí og smakkað til með með meira salti, pipar og jafnvel kjúklingakrafti.

Þetta var unaður í súpuskál. 

2014-10-09 19.19.18


Gunnversk Gúllassúpa

Gúllassúpur geta verið frábærar. Eins og þessi. 

Innihald í þessa súpu var. 

1 kg gott nautagúllas.

1 papríka.

1 laukur.

3-4 hvítlauksrif.

ca 200 gr. Sveppir.

4 kartöflur.

4 gulrætur

200 ml rjómi. 

1 líter vatn

kjötkraftur

 Svo má bæta við rjómaosti en hann átti ég ekki að þessu sinni. Einnig má nota kókosmjólk, langar að prófa það næst. Allavega þá fóru herlegheitin þannig fram að þessu sinni.

Kjötið er skorið í lítla gúllasbita, við erum svo heppinn að þeir skera fyrir okkur í búðinni við hliðina hjá(eins og krakkarnir segja). Kjötið er brúnað mjög vel í meðalstórum potti, saltað og piprað vel, ég setti líka chillikrydd, svo má bæta við nánast þeim kryddum sem maður vill, t.d. kúmen og kóríander. Líter af vatni bætt útí. Þessu er leyft að sjóða í ca. klukkutíma. Laukurinn og hvítlaukurinn er skorinn smátt og steiktur á pönnu þar til hann er mjúkur, muna að það þarf ekki mikið til að brenna hvítlaukinn. Sveppirnir er skornir í sneiðar, paprikan er skorinn í ræmur, þessu er bætt við og steikt í smá stund eða þar til grænmetið er allt saman mjúkt og tilbúið. Ég leyfði þessu svo að bíða á pönnuni. 

Kartöflurnar og gulræturnar eru skornar í munnstóra bita. Þegar um 40 mín eru eftir af suðutímanum,  þá er kartöflunum bætt útí pottinn og þegar ca 20 mín eru eftir af suðutímanum er gulrótunum(mega vera lengur ef vill) ásamt restinni af hráefninu bætt útí. Á þessum tímapunkti setti ég 1 nautatening, svo meira salt og pipar, ef ykkur finnst þetta og dauft má auka við annað hvort kjötkraft, salti, pipar eða chilli. Ég var að hugsa um krakkana. þetta fer allt eftir því hvað maður vill hafa þetta sterkt, saltað eða piprað eftir þörfum. Rjómanum bætt við í blálokin og hrært vel saman við í nokkrar mínútur. 

 

Gunnversk gúllassúpa. gjöriði mér svo vel.  

 

2014-09-22 19.23.13

 

 

 


Omilettuvefja með kartöflum og papriku

Sunnudagsmorgunmatur á að vera góður. Það er bara þannig.

Í morgun var einmitt einn slíkur en við höfðum ommilettu með kartföluteningum og papriku  

Í þetta var notað(fyrir 2)

4 egg

4 meðalstórar Kartöflur

1 Rauð paprika, ef fólk hefur sérstakar kenndir fyrir öðrum lit af papriku þá er það frjálst val

dill, sal og pipar

Kartöflurnar er skornar í litla teninga og steiktar á pönnu þar til þær eru næstum tilbúnar, kryddaðar með salti, Pipar og Dilli, paprikunni er bætt við og steikt með þar til allt er tilbúið. Sett til hliðar.  Eggin eru hrærð og steikt sem ommiletta. Þegar ommilettan er tilbúin er hún færð uppá disk, kartöflu,papriku blandan set í rönd í miðjuna, sitthovrri hliðinni rúllað að miðju og restinni af kartöflunum raðað fallega(eða eins og á myndinni) Tounge til hliðar við vefjuna. 

 þetta klikkaði ekki.

2014-10-05 12.08.24

 


Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Okt. 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 39224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband