Kjúklingur í kókosmjólk og ananas safa.

Hérna í Istanbúl er ekkert ofgnótt af svínakjöti, lambakjötið er ekki gott þannig að megnið af færslum, reyni að vera duglegur, verður eitthvað um kjúkling og nautakjöt.

Við notuðum, að mig minnir, ananas í pottrétt um daginn í fyrsta skipti og bragðaðist hann svona líka vel.

Innihald.

2 kjúkingabringur, skornar í litla bita.

1 paprika, skorin í strimla.

½ laukur skorin niður.

Ca 5 niðurskornir sveppir.

1 Gulrót niðurskorin.

1 dós kókosmjólk

½ dós ananas niðurskorin.

Safinn úr anansdósinni.

1-2 tengingar Kjúklingakraftur

Byrjað er á að skera allt hráefnið niður, segir sig kannski sjálft en einhvern veginn þarf að byrja leiðbeiningarnar J  Kjúklingurinn er steiktur þar til hann er næstum tilbúin(hann er svo kláraður í potti með sósunni), saltaður og pipraður eftir smekk. Svo má bæta við chilli ef fólk vill hafa þetta betur kryddað, ég ákvað ekki að gera það að þessu sinni.

Grænmetið er steikt í potti þar til það er orðið mjúkt, saltað, piprað eftir smekk.

Kókosmjólkinni og ananassafanum er bætt útíþ þetta er látið sjóða upp, ég er ekki feiminn við að nota kjötkraft  en vona að ég vaxi nú uppúr því einhver tímann. Kjúklingakraftinum er semsagt bætt útí pottinn og kjúklingurinn settur útí. Þessu er leyft að sjóða saman þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Ef þarf þá er þetta saltað og piprað eftir smekk, jafnvel bætt við kjúklingakrafti ef þörf er talin á.

Rétt áður en rétturinn er borinn fram þá er ananasbitunum bætt útí.

Þetta borðuðum við, eins og svo oft áður með hrísgrjónum.

Einfalt og alveg þrælgott.

2014-09-16 14.49.22 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband