Blaut frönsk súkkulaðikaka.

Ef maður hugsar um eitthvað franskt og blautt þá er bara eitt sem kemur uppí hugann, súkkulaðikaka. Þessi sem hér um ræðir er guðdómleg. Það er bara þannig.

Þessa hefur konan eldað nokkrum sinnum, þegar ég kom að henni þá voru um 15 mínútur eftir af eldunartímanum og ég þurfti að sjá um rest, það tókst svona líka svakalega vel og útkoman var eins og áður sagði, guðdómleg.

Kakan.

300 gr suðusúkkulaði

200 gr smjör

4 egg

2 dl flórsykur

1 1/2 dl hveiti

1/2 tsk lyftiduft

örlítið af salti.

 

Aðferð.

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita.  Þeytið saman egg og flórsykur þar til blandan verður ljós og létt, hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og þar næst þurrefnunum. Við bökum í sílicon formi. Bakið í 30 mín við 180°C við yfir og undirhita án blásturs. Leyfið svo að kólna aðeins og setjið svo á disk.

Kremið

200 gr suðusúkkulaði

70 gr smjör

2 msk sýróp 

Bræðið saman við lágan hita, hellið yfir kökuna og dreifið jafnt og fallega. Þegar kremið hefur kólnað er flórsykri stráð yfir í gegnum sigti, gott er að slá létt á hliðarnar á sigtinu meðan á dreifingunni stendur. Eins og áður sagði þá er þetta guðdómlegt. :-)

Súkkulaðikaka

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 38355

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband