Pizza

Pizza er það besta sem nokkur maður getur látið inn fyrir sínar varir. Kannski svolítið sterkt tekið til orða en mér finnst pizza góð og einnig gaman að búa hana til. Við ákvaðum að brjóta aldagamla hefð og höfðum pizzu á fimmtudaginn sl. í stað föstudags þar sem við vorum í afmæli hjá Þóru frænku systir pabba heitins. 

Mér finnst að það eigi að vera ríkisregla í siðmenntuðum samfélögum að skylda allt pizzugerðarfólk að hafa extra sterkt pepperóní frá Kjarnafæði á sínum pizzum :).

Ég set pizzurnar á grindur sem við keyptum í IKEA um árið og erum mjög ánægð með. Einnig viljum við hafa pizzurnar okkar þunnbotna.

Botninn 2x12" botnar.  

300 gr hveiti.

2 tsk lyftiduft.

2 msk olía

salt og sykur.

170 ml volgt vatn.

Þurefnunum er blandað vel saman í skál. Gerið holu í miðjuna, bætið olíunni og vatninu út í skálina. Blandið saman í hrærivél i svona 4-5 mín eða þar til öllu hefur verið blandað vel saman og orðið vel hnoðað deig.

Sósan.

2 tómatar.

2 hvítlauksrif

1/2 rauðlaukur

1/2-1 dós tómatpuré

1-2 grænmetisteningar.

Pizzakrydd 

ca. 1/2 líter vatn 

salt, pipar og sykur.  

 

Saxið laukinn og hvítlaukinn frekar fínt. Skerið tómatana einnig frekar fínt niður. Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu. Bætið tómötunum útá og steikið í smástund. Saltið og piprið. Bætið vatninu, tómatpuré og grænmetiskraftinum við(1 tening til að byrja með). Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann til að leyfa þessu rétt að malla. Kryddið með pizzakryddinu og bætið svo sykri við eftir því sem ykkur þurfa þykir. Þegar sósan er tilbúin þá leyfi ég henni að kólna, set hana svo í handhægt ílát og mauka hana svo með töfrasprota. Betri pizzasósu er vart hægt að fá. :-)

Fyrir krakkana geri ég yfirleitt eina pizzu, eingöngu með sósu og osti en bæti áleggi á fyrir okkur fullorðna fólkið. Vissulega eru til svo margar útgáfur af pizzu og ákvað ég að prófa nýtt fyrir mig, konan var ekki ýkja hrifin og skipt ég því pizzunni í tvennt  

Áleggið.

Fyrir konuna.

Skinka

sveppir

laukur

Ananas.

Fyrir mig.

Peppróní(extra sterkt frá Kjarnafæði)

Chilli pipar

Banani

Ananas.

Aðferð.

Fletjið botninn út þannig að hann passi á grindina. Setjið sósuna á botninn og dreifið eftir kúnstarinnar reglum, setjið rifinn ost á botninn. Setjið því næst Pepperóní, chilli piparinn og banana á pizzuna ásamt smá ananas. Dreifð örlitlum meiri osti yfir. 

Bakið í forhituðum ofni við ca 200° í ca 10 mín eða þar til pizzan lítur út fyrir að vera tilbúin.

Þetta fannst mér vera frábær blanda af kryddbragði frá pepperóníinu, væmnu sykurbragði frá bönununum og sterku bragði frá chilli og ég mæli hiklaust með þessari blöndu á pizzu! 

Verði ykkur að góðu.

pizza

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Bjarnason

Höfundur

Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
Engin Svakakall en hef gaman af skemmtilegum hlutum(hver hefur ekki gaman af skemmtilegum hlutum)

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grænmeti
  • Grænmeti
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2016-07-24 14.32.25
  • 2014-10-15 19.01.50

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 38351

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband